Kristín Jóhannsdóttir skrifar:

Í hvaða veröld lifa þernur og hásetar Herjólfs?

15.Júlí'20 | 10:14
hebbi_bjarnarey

Ljósmynd/TMS

Í dag er þriðji dagurinn, sem verkfallsaðgerðir á Herjólfi lama samfélagið. 

Hver verkfallsdagur kostar samfélagið okkar tugi ef ekki hundruð milljóna.  Lítið samfélag, sem situr nú þegar uppi með hundruð milljóna króna tjón vegna Kórónaveirufaraldurins.

Það má vel vera að mönnum finnist samt í góðu lagi að berja á bæjaryfirvöldum, stjórn og framkvæmdastjóra Herjólfs.  Ég vil aftur benda á að þeir sem verst fara út úr þessum aðgerðum eru ferðaþjónustufyrirtæki bæjarins.  Harðduglegt fólk, sem tapað hefur nær öllu sínu í kjölfar veirufaraldurins. 

Ég er búin að finna mikið til með vinum mínum í ferðaþjónustunni hér og annarsstaðar í heiminum.  Ég hef dáðst að því hvernig þetta fólk hefur verið að reyna að rísa upp aftur á þessum viðsjárverðu tímum.  Sjálf er ég í sama forréttindahópi og Herjólfsstarfsmenn.  Ég hef haldið vinnunni og mánaðalaununum þrátt fyrir ástandið í samfélaginu. 

Ég  er á svipuðum launum og þernurnar á Herjólfi.  Nema ég er ekki með fríar ferðir fyrir mig, mína og bílinn á milli lands og Eyja.   Ég er ekki heldur með frítt fæði í vinnunni.  Ekkert væri mér fjarri en að vera að krefjast launhækkunnar, þó ég hafi vissulega orðið kjaftstopp þegar ég sá hve vel er gert við ófaglært starfsfólk Herjólfs.  Sjálf á ég að baki 6 ára háskólanám, um 30 ára reynslu af störfum í fjölmiðlum og ferðaþjónustu og ber nú ábyrgð á einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Vestmannaeyja.

Ég vil hér með beina máli mínu til ykkar Herjólfsstarfsmanna.  Ég þekki mörg ykkar af góðu einu, nú verð ég að benda ykkur á að þið hafið það alveg ljómandi gott á þessum  erfiðu tímum! Aðgerðir ykkar eru að bitna á þeim sem síst skyldi. Vinir okkar í ferðaþjónustunni geta ekki meir.  Við eigum einungis nokkrar vikur eftir af háannatímanum.  Fyrir alla muni frestið þessum aðgerðum! Það getur ekki verið vilji ykkar að knésetja fólk sem ekki er svo heppið að vera með fasta vinnu á góðum launum á þessum erfiðu tímum, sem ekki sér fyrir endann á.

 

Kristín Jóhannsdóttir

Safnstjóri Eldheima

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.