Grípa þarf til aðgerða vegna tekjubrests hafnarinnar

15.Júlí'20 | 09:30
hofnin_2016_cr

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

6 mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar var lagt fram á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær. Tekjur Vestmannaeyjahafnar fyrstu 6 mánuði ársins eru 178 milljónir en rekstrargjöld utan fjármagnsliða 186 milljónir.

Áætlun ársins 2020 gerði ráð fyrir að tekjur á tímabilinu yrðu 220 milljónir og gjöld um 180 milljónir. Ljóst er að tekjur eru verulega undir væntingum sem helgast að mestu vegna minni umsvifa við höfnina en gert var ráð fyrir. Einnig eru útgjöld meiri en gert var ráð fyrir en 14 milljóna króna kostnaður varð vegna óveðursins í febrúar vegna Blátinds og tjóns á mannvirkjum.

Í niðurstöðu ráðsins lýsir ráðið yfir miklum áhyggjum af rekstrarlegri stöðu Vestmannaeyjahafnar og ljóst er að grípa þarf til aðgerða. Ráðið felur framkvæmdastjóra í samráði við formann ráðsins að leggja fram tillögur til að mæta tekjubresti.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.