Algjörlega óaðgengilegar kröfur

14.Júlí'20 | 08:47
bjartur_0819

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.

Á miðnætti hófst önnur vinnustöðvun háseta, bátsmanna og þerna á Herjólfi. Stendur hún nú í tvo sólarhringa. Þriðja og síðasta vinnustöðvunin er boðuð eftir viku. 21. júlí og stendur hún í þrjá sólarhringa verði ekki búið að semja.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs segir í samtali við Eyjar.net að Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands hafi staðfest í fjölmiðlum að krafa þeirra sé að lækka vinnuframlag um 25% á sömu launum og greidd eru í dag.

Sjá einnig: Önnur vinnustöðvunin skollin á

„Þetta er aðeins ein af 10 kröfum sem lagðar hafa verið fram og eru eðli málsins samkvæmt algjörlega óaðgengilegar, ekki bara fyrir Herjólf ohf., heldur fyrir hvaða fyrirtæki í rekstri á Íslandi í dag.” segir Guðbjartur.

Umræða um launamál hafa verið nokkur í bænum en samkvæmt ráðningasamningi og sem staðfest er í kjarasamningi við Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum þá er launatafla sem tók gildi 1. apríl s.l. fyrir alla undirmenn á Herjólfi eftirfarandi:

Starfsheiti:                         Dagkaup 1. apríl 2020

  • Yfir bryti                           49.976.-
  • Bryti                                 45.386.-
  • Bátsmaður                       37.998.-
  • Háseti                              36.004.-
  • Þerna/Þjónn                     36.004.-

„Dagkaup er reiknað kaup fyrir vakt án orlofs þar sem búið er að gera ráð fyrir m.a. yfirvinnu, helgarvinnu og stórhátíðarálag. Hásetar fá greiddan 1 yfirvinnutíma fyrir akstur flutningabíla inn og út úr ferjunni ofan á dagkaupið. Gert er ráð fyrir að 100% starfshlutfall séu 20 vaktir í mánuði þar sem hver vakt er 9,5 klst eða 190 klst á mánuði.

Krafa SÍ er að fara með vinnuframlag niður um 25% en halda sömu launun og greitt eru í dag þ.e. að vinnuframlag verði 142,5 klst á mánuði í stað 190 klst. Af þessu má ráða að t.d. þernur/þjónar eru með 720.080.- fyrir utan orlof sem bætist við launin á mánuði.” segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).