Herjólfur setur upp aukaferðir

12.Júlí'20 | 22:15
born_um_bord_i_herjolfi

Farþegar um borð í Herjólfi. Ljósmynd/TMS

Búið er að setja upp aukaferðir hjá Herjólfi bæði á morgun, mánudag sem og á næsta fimmtudag. Aukaferðirnar eru klukkan 14.30 frá Vestmannaeyjum og klukkan 15.45 frá Landeyjahöfn.

Allt stefnir í vinnustöðvun undirmanna á Herjólfi í vikunni þar sem lítið hefur miðað í viðræðum deiluaðila. Vinnustöðvunin á að hefjast á miðnætti á morgun og standa í tvo daga. Sem sagt á þriðjudag og miðvikudag. 

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., sagði í samtali við fréttavef Ríkisútvarpsins í dag að þær kröfur sem skipverjar Herjólfs í Sjómannafélagi Íslands leggi fram augljóslega óábyrgar. 

Þriðja vinnustöðvunin er boðuð á miðnætti aðfararnótt þriðjudagsins 21. júlí og stendur þá í þrjá sólarhringa. Flugfélagið Ernir er ekki með reglubundið flug á þriðjudögum til Vestmannaeyja.

Krafa um að fjölga áhöfnum

„Málið snýst um það að við viljum að áhöfnin vinni færri daga í mánuði, sem sagt, það eigi frí tvær helgar í mánuði í staðinn fyrir eina. Það eru þrjár áhafnir sem skipta þessu með sér - við viljum að þær séu fjórar,“ segir Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands í samtali við ruv.is.

„Þeir hafa sniðgengið okkur og fengu svo Sjómannfélagið Jötunn í Vestmannaeyjum til að semja við sig um nákvæmlega það sem þeir vildu sjálfir.“ 

Þrýst sé á að minnka vinnuskyldu sem nemi 25% launahækkun

Guðbjartur Ellert segir að félagsmenn séu að þrýsta á að minnka vinnuskyldu úr 190 klukkustundum á mánuði, á niu og hálfs tíma vöktum, í 142 klukkustundir á tuttugu tíma vöktum og halda sömu kjörum. Ómögulegt sé að verða við slíkum kröfum um 25% launahækkun. Álag á vöktunum sé í betra horfi en nokkru sinni fyrr eftir að fjölgað var úr tveimur áhöfnum í þrjár. Jónas segir ekkert hafa verið rætt um launin enn.

„Eins og sakir standa er ekkert annað sem hægt er að bjóða,“ er haft eftir Guðbjarti Ellert á ruv.is. „Allir sem lesa þær kröfur sem koma fram hjá félagsmönnum Sjómannafélags Íslands sjá í hendi sér að þær kröfur eru óábyrgar.“ Hann segir þær ekki í takt við ástandið af völdum kórónuveirufaraldursins og minni eftirspurn ferðamanna.

Allt viðtalið má lesa hér.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.