Herjólfur setur upp aukaferðir

12.Júlí'20 | 22:15
born_um_bord_i_herjolfi

Farþegar um borð í Herjólfi. Ljósmynd/TMS

Búið er að setja upp aukaferðir hjá Herjólfi bæði á morgun, mánudag sem og á næsta fimmtudag. Aukaferðirnar eru klukkan 14.30 frá Vestmannaeyjum og klukkan 15.45 frá Landeyjahöfn.

Allt stefnir í vinnustöðvun undirmanna á Herjólfi í vikunni þar sem lítið hefur miðað í viðræðum deiluaðila. Vinnustöðvunin á að hefjast á miðnætti á morgun og standa í tvo daga. Sem sagt á þriðjudag og miðvikudag. 

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., sagði í samtali við fréttavef Ríkisútvarpsins í dag að þær kröfur sem skipverjar Herjólfs í Sjómannafélagi Íslands leggi fram augljóslega óábyrgar. 

Þriðja vinnustöðvunin er boðuð á miðnætti aðfararnótt þriðjudagsins 21. júlí og stendur þá í þrjá sólarhringa. Flugfélagið Ernir er ekki með reglubundið flug á þriðjudögum til Vestmannaeyja.

Krafa um að fjölga áhöfnum

„Málið snýst um það að við viljum að áhöfnin vinni færri daga í mánuði, sem sagt, það eigi frí tvær helgar í mánuði í staðinn fyrir eina. Það eru þrjár áhafnir sem skipta þessu með sér - við viljum að þær séu fjórar,“ segir Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands í samtali við ruv.is.

„Þeir hafa sniðgengið okkur og fengu svo Sjómannfélagið Jötunn í Vestmannaeyjum til að semja við sig um nákvæmlega það sem þeir vildu sjálfir.“ 

Þrýst sé á að minnka vinnuskyldu sem nemi 25% launahækkun

Guðbjartur Ellert segir að félagsmenn séu að þrýsta á að minnka vinnuskyldu úr 190 klukkustundum á mánuði, á niu og hálfs tíma vöktum, í 142 klukkustundir á tuttugu tíma vöktum og halda sömu kjörum. Ómögulegt sé að verða við slíkum kröfum um 25% launahækkun. Álag á vöktunum sé í betra horfi en nokkru sinni fyrr eftir að fjölgað var úr tveimur áhöfnum í þrjár. Jónas segir ekkert hafa verið rætt um launin enn.

„Eins og sakir standa er ekkert annað sem hægt er að bjóða,“ er haft eftir Guðbjarti Ellert á ruv.is. „Allir sem lesa þær kröfur sem koma fram hjá félagsmönnum Sjómannafélags Íslands sjá í hendi sér að þær kröfur eru óábyrgar.“ Hann segir þær ekki í takt við ástandið af völdum kórónuveirufaraldursins og minni eftirspurn ferðamanna.

Allt viðtalið má lesa hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).