Minna álag á umsjónarkennurum í teymiskennslu

11.Júlí'20 | 08:00
skolalod_barnask

Barnaskóli Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Fræðsluráð fékk kynningu á fyrirkomulagi teymiskennslu Grunnskóla Vestmannaeyja á síðasta fundi ráðsins. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV fór yfir hvernig fyrirkomulagið gekk í vetur.

Fyrirkomulag teymiskennslunnar í 5. bekk var með þeim hætti að nemendum var skipt í tvo hópa og voru fjórir umsjónarkennarar, tveir með ábyrgð á hvorum hópi fyrir sig. Þeir kenndu öll fög nema lotur og íþróttir og nutu handleiðslu Ingvars Sigurgeirssonar. Álag á umsjónarkennara var mun minna með þessu fyrirkomulagi þar sem þeir gátu skipt verkefnum milli sín eftir styrkleikum, lært hver af öðrum og notið samvinnu og stuðnings, ekki síst varðandi erfið mál. Þá varð námsmat samræmdara, vinnubrögð fjölbreyttari og hægt að vinna eftir áætlun þótt einn kennara vantaði.

Með þessu fyrirkomulagi náðu kennarar að fylgjast betur með samskiptum í skólastofunni, þeir gátu skipt nemendum í smærri hópa og þannig mætt ólíkum þörfum þeirra. Næsta vetur verður teymiskennsla í 5. og 6. bekk og í stærðfræði og íslensku í 7. bekk.

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.