Minna álag á umsjónarkennurum í teymiskennslu

11.Júlí'20 | 08:00
skolalod_barnask

Barnaskóli Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Fræðsluráð fékk kynningu á fyrirkomulagi teymiskennslu Grunnskóla Vestmannaeyja á síðasta fundi ráðsins. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV fór yfir hvernig fyrirkomulagið gekk í vetur.

Fyrirkomulag teymiskennslunnar í 5. bekk var með þeim hætti að nemendum var skipt í tvo hópa og voru fjórir umsjónarkennarar, tveir með ábyrgð á hvorum hópi fyrir sig. Þeir kenndu öll fög nema lotur og íþróttir og nutu handleiðslu Ingvars Sigurgeirssonar. Álag á umsjónarkennara var mun minna með þessu fyrirkomulagi þar sem þeir gátu skipt verkefnum milli sín eftir styrkleikum, lært hver af öðrum og notið samvinnu og stuðnings, ekki síst varðandi erfið mál. Þá varð námsmat samræmdara, vinnubrögð fjölbreyttari og hægt að vinna eftir áætlun þótt einn kennara vantaði.

Með þessu fyrirkomulagi náðu kennarar að fylgjast betur með samskiptum í skólastofunni, þeir gátu skipt nemendum í smærri hópa og þannig mætt ólíkum þörfum þeirra. Næsta vetur verður teymiskennsla í 5. og 6. bekk og í stærðfræði og íslensku í 7. bekk.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).