Verið að vinna að því að end­ur­greiða miða á Þjóðhátíð

10.Júlí'20 | 13:26
hatid_2016_svid

Allt sefnir nú í að Þjóðhátíð verði slegin af. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Allt stefn­ir í að eng­in Þjóðhátíð verði í Vest­manna­eyj­um í ár sök­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. 

Jón­as Guðbjörn Jóns­son, vara­formaður þjóðhátíðar­nefnd­ar, seg­ir að ef fari svo að 500 manna fjölda­tak­mark­an­ir verði áfram í gildi út ág­úst sé bor­in von að halda Þjóðhátíð í nokk­urri mynd. 

Jón­as seg­ir að stefnt hafi verið að því að halda Þjóðhátíð fyr­ir heima­menn í Vest­manna­eyj­um þegar lík­legt þótti að fjölda­tak­mark­an­ir yrðu rýmkaðar í 2.000 manns. Þeim áætl­un­um er þó sjálf­lokið, segir Jónas­ í samtali við mbl.is

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur sagt það lík­legt að fjölda­tak­mörk­un­um verði haldið í 500 manns út ág­úst. Áður hafði Þórólf­ur lagt til við heil­brigðisráðherra að 2.000 manns mættu koma sam­an frá og með 13. júlí. 

Jón­as seg­ir að ein­hverj­ar þúsund­ir miða hafi selst á Þjóðhátíð í ár og verið sé að vinna að því að end­ur­greiða miðana. Hann seg­ir að skipu­lagn­ing hafi verið sett á ís í mars og ekki verið kom­in langt. 

„Það stoppaði allt. Við vor­um rétt far­in af stað með for­sölu þegar þetta fer allt í stopp. Við vor­um bara í start­hol­un­um með það, því var bara sjálf­hætt. Það var bara þessi óvissa og við vor­um ekki að gera neitt í þessu á meðan,“ seg­ir Jón­as. 

Hann seg­ist ekki vita til þess að hætt hafi verið við Þjóðhátíð áður í 145 ára sögu henn­ar. Það hafi mikl­ar af­leiðing­ar fyr­ir Vest­manna­eyja­bæ að ekki verði af þjóðhátíð. 

Allt viðtalið við Jónas má lesa hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%