Þungar áhyggjur bæjarstjórnar vegna kjaradeilu

Ábyrgð deiluaðila er mikil, segir m.a í bókun bæjarstjórnar

10.Júlí'20 | 16:46
IMG_2015

Næsta vinnustöðvun er boðuð nk. þriðjudag og miðvikudag. Ljósmynd/TMS

Bæjarstjórn Vestmannaeyja tók fyrir og ræddi stöðu kjaradeilna Herjólfs ohf. og háseta, þerna og bátsmanna á Herjólfi, á fundi sínum í gær.

Í bókun sem samþykkt var samhljóða segir að bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsi þungum áhyggjum vegna kjaradeilu Herjólfs ohf. og háseta, þerna og bátsmanna á skipinu. Það er með öllu óásættanlegt að þjónusturof hafi orðið á samgöngum við Vestmannaeyjar þann 7. júlí síðastliðinn vegnu vinnustöðvunar og að allt stefni í frekari vinnustöðvanir.

Miklar framfarir hafa orðið í samgöngumálum Vestmannaeyja á undanförnum áratug með tilkomu Landeyjahafnar, yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri samgangna á sjó og nýrrar rafknúinnar farþegaferju sérhannaðri fyrir siglingar til Landeyjahafnar.
Öllum ætti að vera ljóst að rekstraraðstæður félagsins eru afar erfiðar. Hagstæð veðurskilyrði hafa verið allt þetta ár í Landeyjahöfn og samfélagið loksins að taka við sér eftir Covid-19. Það er því sorglegt til þess að hugsa að á þessum tímapunkti séu það mannanna verk sem valda því að samgöngur við samfélagið leggist niður með tilheyrandi samfélagslegu tjóni.

Ábyrgð deiluaðila er mikil. Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur þunga áherslu á að deiluaðilar finni leiðir til sátta sem allra fyrst svo að ekki komi til frekari samgöngutruflana fyrir samfélagið og áfram verði veitt eins öflug þjónusta og kostur er hverju sinni, segir í bókun bæjarstjórnar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).