Breki til veiða á ný eftir málningar- og viðhaldsstopp

10.Júlí'20 | 23:07
breki_nykomin_ur_slipp_vsv_is

Breki var sérlega glæsilegur á að líta við brottför í kvöldsólinni, nýmálaður, þveginn og strokinn. Ljósmynd/vsv.is

Togarinn Breki VE lagði úr höfn í Vestmannaeyjum í kvöld í fyrstu veiðiferð eftir stopp í hálfan annað mánuð. 

Á vef Vinnslustöðvarinnar segir að skipið hafi verið tekið í slipp í Reykjavík og málað hátt og lágt. Þá var fjarlægt skilrúm í lest sem bætir starfsaðstæður og eykur pláss svo hægt væri að bæta við nokkrum körum af fiski. Enn fremur var kælikerfi í lest eflt og dyttað að ýmsu öðru áður en skipinu var siglt heim til Eyja fyrr í vikunni.

Iðnaðarmenn voru um borð í dag til að græja það sem út af stóð fyrir brottför. Magnús Ríkarðsson skipstjóri var þar nærstaddur og fylgdist grannt með öllu. Hann gekk jafnframt um skipið með upplýsingamiða og kom þeim fyrir þar sem við átti. Til dæmis setti hann teikningu af neti við hlið kassa með björgunarnetinu Markúsi við skutrennu. Kassinn var að vísu rækilega merktur áður og enginn komst hjá því að vita hvað í honum byggi. Reglur eru samt reglur og skoðunarmenn voru væntanlegir um borð til að ganga úr skugga um að fyrirmælum um upplýsingarmerkingar væri framfylgt.

Maggi skipstjóri hætti ekki á að fá gult spjald fyrir að hafa ekki upplýsingamiða þar sem þeir eiga að vera. Hann er enda þekktur fyrir nákvæmni og lætur ekki hanka sig á neinum formsatriðum regluverks, hvorki í smáu né stóru.

Breki var sérlega glæsilegur á að líta við brottför í kvöldsólinni, nýmálaður, þveginn og strokinn. Markúsarnetið rækilega merkt, Maggi skipper glaðbeittur í brúnni og áhöfnin ólm að komast á miðin.

Fleiri myndir má sjá hér.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).