Björguðu lambi og kind úr sjálfheldu í Heimakletti

10.Júlí'20 | 22:10
IMG_3322-001

Björgunin gekk vel í kvöld. Ljósmyndir/TMS

Það var fyrir rúmum einum og hálfum mánuði síðan að kind féll í Heimakletti. Lenti kindin á stað á klettinum sem nefnist Danska tó. Má vera kraftaverki næst að kindin hafi lifað fallið af. Að ekki sé talað um að hún bar lambi í sjálfheldunni í Dönsku tó.

Í kvöld fóru á annan tug björgunarmanna á klettinn til að freista þess að bjarga sauðfénu. Síga þurfti niður í Dönsku tó og fóru þrír menn þangað niður. Kindin tók þá á rás en eftir smá eltingaleik náðist hún og lambið. 

„Þetta gekk eins og í sögu” sagði Sigurmundur Gísli Einarsson, við blaðamann Eyjar.net þegar hann kom niður af Heimakletti, þremur klukkutímum eftir að lagt var í hann. Sigurmundur Gísli á sauðfé á Heimakletti ásamt nokkrum öðrum. Hann rifjar upp að það séu um 40 ár síðan síðast þurfti að fara niður í Dönsku tó til björgunar. ,,Þá björguðum við tveimur lömbum þaðan, en kindin hrapaði”

Halla Svavarsdóttir er ein af þeim sem á sauðfé á Heimakletti. Hún sagði þegar niður var komið að lambið hafi fengið nafnið Aþena. Það nafn er fengið úr dönsku konungsfjölskyldunni og á vel við þar sem lambið fæddist í Dönsku tó og eyddi þar fyrstu vikum ævi sinnar.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.