Samræmd dagatöl skóla og frístundavers

9.Júlí'20 | 06:59
IMG_2495

Ljósmynd/TMS

Sameiginlegt skóladagatal GRV, leikskóla og frístundavers lagt fyrir til samþykktar á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar í byrjun vikunnar.

Í niðurstöðu segir að ekki sé hægt að gefa upp sumarlokun leikskólanna að svo stöddu þar sem nýtt fyrirkomuleg er á henni sem þarf að komast reynsla á. Tekin verður ákvörðun um sumarlokun sumarið 2021 um haustið 2020. Leikskólarnir verða lokaðir 31. júlí og svo 24. ágúst, 16. október, 4. janúar, 22. febrúar og 6. apríl vegna kjarabundinna starfsdaga. Þetta er nýtt fyrirkomulag starfsdaga leikskólanna sem verður á næsta skólaári til reynslu. Foreldrar/forráðamenn geta sótt um leikskólavistun milli jóla- og nýárs en leikskólagjöldin lækka hjá þeim sem ekki nýta þá daga. Þessi breyting er til að nýta betur stafsdaga og auka faglegt starf. Starfsfólk leikskólanna mun sinna fyrirframskilgreindum verkefnum vegna þessara daga.

Áætlað er að gæsluvöllurinn Strönd verði opinn meðan sumarlokun leikskólanna stendur yfir.

Í GRV hefja grunnskólakennarar störf 17. ágúst en starfsdagar eru 17.-24. ágúst. Skólasetning verður 25. ágúst, starfsdagur 16. október, vetrarleyfi 19.-20. október. Litlu jól verða seinni partinn 17. desember og því hefst jólaleyfi 18. desember og stendur til 3. janúar. Starfsdagur er 4. janúar. Vetrarleyfisdagar eru 18.-19. febrúar og starfsdagur 22. febrúar. Páskafrí er 29. mars-5. apríl og starfdagur er 6. apríl. Skólaslit eru 7. júní (verða seinni partinn 4. júní. Starfsdagar eru skráðir 8.-10. júní en færast fram um einn dag þar sem skólaslitin verða á föstudeginum.

Frístundaverið, sem verður staðsett í Hamarsskóla frá hausti, verður opið virka daga skólaársins skv. dagatali 12:30-16:30. Heilsdagsdagar eru fyrir nemendur sem eru að fara í 1. bekk frá 11.-14. ágúst. Heilsdagsdagar fyrir öll börn í Frístund eru 17.-24. ágúst, 15. október, 18.-29. október, 18. desember, 21.-23. desember, 28.-30. desember, 22. febrúar, 29.-31. mars og 7.-8. júní. Starfsdagar eru 10. ágúst, 16. október, 4. janúar og 6. apríl.

Sameiginlegt skóladagatal 2020-2021

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.