Segir útgerðina eiga stéttarfélag

8.Júlí'20 | 11:57
IMG_3105

Jón­as Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands.

„Það er mjög þægi­legt fyr­ir út­gerðina að eiga stétt­ar­fé­lag,“ seg­ir Jón­as Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, sem tel­ur að Herjólf­ur stjórni stétt­ar­fé­lag­inu al­gjör­lega. 

Þarna vísar Jónas í Sjómannafélagið Jötunn, en í gildi er samningur á milli Herjólfs og Jötuns sem ráðningarsamningar við þernur og háseta eru byggðir á. Jónas lætur þessi ummæli falla í viðtali við mbl.is nú í morgun. Tel­ur hann að Herjólf­ur stjórni stétt­ar­fé­lag­inu al­gjör­lega. 

Vinna þrjár helg­ar af fjór­um mánaðarlega

Ennfremur er haft eftir Jónasi að fé­lags­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands sem starfi hjá Herjólfi vinni þrjár helg­ar af fjór­um mánaðarlega. Ekki var kosið um kjara­samn­ing sem Sjó­manna­fé­lagið Jöt­unn gerði við Herjólf og for­svars­menn Herjólfs telja að gildi fyr­ir fé­lags­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands, að sögn Jónas­ar sem seg­ir að Herjólf­ur hafi ekki svarað spurn­ing­um um það sem born­ar voru upp af fé­lags­dómi. 

Höfuðkrafa Sjó­manna­fé­lags Íslands er sú að vinnu­fram­lag verði minnkað um 25% en eins og staðan er í dag vinna und­ir­menn á Herjólfi 190 klukku­stunda vinnu­mánuð. 

„Þetta er of mikið vinnu­álag, auk þess að þern­urn­ar eru allt of fáar í þjón­ust­unni. Það var ljóst að áhöfn­in sætti sig ekki við þetta frá byrj­un, bæði Guðbjarti [fram­kvæmda­stjóra Herjólfs] og bæj­ar­stjór­an­um er það full­ljóst en þessi krafa var skýr áður en bær­inn tók við rekstri skips­ins [árið 2018],“ seg­ir Jón­as.

Ráðninga­samn­ing­ur­inn „take it or lea­ve it“

Starfs­menn­irn­ir skrifuðu þó und­ir ráðning­ar­samn­ing sem fel­ur áður­nefnda vinnu­skyldu í sér. Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs, hef­ur áður sagt að starfs­fólki hafi alltaf staðið til boða að vera í lægra starfs­hlut­falli, sem leiðir þá af sér lægri laun. 

„Þessi ráðning­ar­samn­ing­ur var bara „take it or lea­ve it“ plagg, mjög ger­ræðis­legt,“ seg­ir Jón­as. 

Herjólf­ur hafði ekki viljað ganga til kjaraviðræðna við Sjó­manna­fé­lag Íslands fyrr en eft­ir verk­fall sem fór fram í gær. Fund­ur stend­ur nú yfir á milli deiluaðila og seg­ir Jón­as að það verði að fá að koma í ljós hvort ánægju­legt sé að Herjólf­ur sé loks til­bú­inn í viðræður. 

 

Allt viðtalið við Jónas má lesa hér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).