Endurnýja upplýsingaskilti um Vestmannaeyjar

8.Júlí'20 | 09:00
20200706_082955 (1)

Nýju skiltin við Seljalandsfoss. Ljósmyndir/aðsendar

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa verið með stuðningi Vestmannaeyjabæjar í markaðsátaki undanfarnar vikur. Liður í því er að setja upp auglýsingaskilti og upplýsingaskjái víðsvegar þar sem ferðamenn eiga leið hjá.

Eyjar.net heyrði í Alfreð Alfreðssyni sem fór ásamt Hallgrími Rögnvaldssyni í Rangárþing Eystra til að setja upp skilti nú í vikunni.

„Við erum með beiðni hjá Rangárþingi þess efnis að við fáum að setja skilti upp á Hvolsvelli. Ætlunin er að fá að nota skiltið sem var við Kolviðarhól, en það er búið að taka það niður vegna vegaframkvæmda. Síðan viljum við fá að færa skiltið sem er við afleggjarann að Landeyjahöfn. Lundamyndin snýr í norðvestur en hinum megin verður skilti eins og við Seljalandsfoss og sama verður vonandi uppi á teningnum á Hvolsvelli.”

Útlit skiltanna má sjá hér að neðan.

skilti_lundi_aa

Lundinn vekur athygli

lundaskilti_framhlid

Framhliðin

bakhlid_skilti

Bakhliðin

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.