Endurnýja upplýsingaskilti um Vestmannaeyjar

8.Júlí'20 | 09:00
20200706_082955 (1)

Nýju skiltin við Seljalandsfoss. Ljósmyndir/aðsendar

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa verið með stuðningi Vestmannaeyjabæjar í markaðsátaki undanfarnar vikur. Liður í því er að setja upp auglýsingaskilti og upplýsingaskjái víðsvegar þar sem ferðamenn eiga leið hjá.

Eyjar.net heyrði í Alfreð Alfreðssyni sem fór ásamt Hallgrími Rögnvaldssyni í Rangárþing Eystra til að setja upp skilti nú í vikunni.

„Við erum með beiðni hjá Rangárþingi þess efnis að við fáum að setja skilti upp á Hvolsvelli. Ætlunin er að fá að nota skiltið sem var við Kolviðarhól, en það er búið að taka það niður vegna vegaframkvæmda. Síðan viljum við fá að færa skiltið sem er við afleggjarann að Landeyjahöfn. Lundamyndin snýr í norðvestur en hinum megin verður skilti eins og við Seljalandsfoss og sama verður vonandi uppi á teningnum á Hvolsvelli.”

Útlit skiltanna má sjá hér að neðan.

skilti_lundi_aa

Lundinn vekur athygli

lundaskilti_framhlid

Framhliðin

bakhlid_skilti

Bakhliðin

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).