Viðræður ekki hafnar

7.Júlí'20 | 07:43
jonas_gardars

Jónas Garðarson við Herjólf í morgun. Ljósmynd/TMS

Vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi þriðjudaginn 7.júlí kemur Herjólfur ekki til með að sigla neina ferð í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. eftir miðnætti í nótt.

Þá segir í tilkynningunni: Biðjumst við afsökunar á því hversu seint eftirfarandi tilkynning fór í loftið. Skrifstofa Herjólfs opnar klukkan 6:30 og er opin til 23:15. Herjólfur siglir samkvæmt áætlun miðvikudaginn 8.júlí.

Hluti áhafnar Herjólfs fór í vinnustöðvun á miðnætti í nótt. Um er að ræða háseta, bátsmenn og þjónustufólk sem starfar um borð. Jónas Garðarson, segir í samtali við Eyjar.net að engar viðræður hafi farið fram á milli deiluaðila enn sem komið er. Hann segir að líklega hafi útgerðin stólað á að félagsdómur dæmdi þeim í hag. Jónas sem er formaður samn­inga­nefnd­ar var ásamt sínum félagsmönnum sem starfa um borð í Herjólfi við verkfallsvörslu við skipið um klukkan 7 í morgun.

Sem kunnugt er hafnaði félagsdómur í gærkvöld kröfu Samtaka atvinnulífsins um að boðuð vinnustöðvun yrði dæmd ólögmæt.

Vinnustöðvunin stendur í sólarhring og lýkur á miðnætti í kvöld. Deilan snýst meðal annars um vinnu- og vaktafyrirkomulag en um tuttugu starfsmenn hafa nú lagt niður störf.

Krafa um 25% launahækkun

Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir dómur sérstakan. ,,Hann er tvíþættur Jónas nefnir bara verkfallið. Dómur fjallaði um tvennt. Annars vegar lögmæti núverandi samnings við Sjómannafélagið Jötunn og hins vegar kröfur Sjómannafélags Íslands.” 

Guðbjartur segir að í dómi félagsdóms segi að samningurinn við Jötunn standi. „Við séum með réttmætan samning sem unnið er eftir. Hins vegar á Sjómannafélag Íslands sinn rétt á að fara í boðaðar aðgerðir.”

Guðbjartur segir að krafa Sjómannafélags Íslands sé um 25% launahækkun. „Hún snúist um að gjörbreyta starfsemi félagsins. Að fara úr þremur í fjórar áhafnir.”

Núverandi samningur í anda lífskjarasamninga

Hann tekur fram að núverandi samningur sé gerður í anda lífskjarasamningana.

En hafa verið boðaðar samningaviðræður?

„Við ætlum að nota daginn í að rýna þennan dóm. Annað boðað verkfall er eftir viku. SA er með okkur í þessum viðræðum. Kröfurnar eru nokkuð skýrar frá Sjómannafélagi Íslands.” segir Guðbjartur Ellert að lokum.

IMG_3101

Verkfallsverðir á bryggjunni í morgun.

bjartur_0819

Guðbjartur Ellert Jónsson

Tags

Herjólfur

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).