Telja sig vera að gera vel við sitt starfsfólk

Heildarlaun hjá þernu um borð í Herjólfi miðað við kerfið sem er við líði í dag eru rúmar 810.000 kr. Heildarlaun háseta er rúm 1.000.000 kr. ef reiknuð yfirvinna er meðaltal yfirvinnu fyrir janúar og febrúar

7.Júlí'20 | 18:36
IMG_1907

Arnar Pétursson, stjórnarformaður Herjólfs ohf.

Í dag var fyrsta vinnustöðvun háseta og þerna á Herjólfi. Ekki þarf að fjölyrða um óþægindin og tap samfélagsins af slíkum aðgerðum. Eyjar.net ræddi við Arnar Pétursson, stjórnarformann Herjólfs ohf. um stöðuna.

Fréttu fyrst af boðuðum vinnustöðvunum fyrir viku síðan

Hvenær fengu þið fyrst upplýsingar um vinnustöðvanir um borð í Herjólfi?

Við fréttum fyrst af þessu fyrir viku síðan eða mánudaginn 29. júní er Samtök atvinnulífsins fengu tilkynningu um þrjár tímabundnar verkfallsboðanir Sjómannafélags Íslands í júlí vegna félagsmanna þess á Herjólfi.

Krafan er ígildi 25% launahækkunar og kallar á gjörbreytta starfsemi þar sem farið er úr þremur áhöfnum í fjórar

Hvað er Sjómannafélag Íslands að fara fram á? Hverjar eru kröfurnar?

Á tveimur fundum sem framkvæmdastjóri félagsins sat ásamt lögfræðingum Samtaka atvinnulífsins með Sjómannafélagi Íslands í júní lagði  sjómannafélagið fram áherslupunkta þar sem m.a er farið fram á að farið verði í kerfi dagur á móti degi, þ.e.a.s að unnir verða 15 daga á móti 15 dögum í fríi. Í dag er kerfið þannig að unnið er í 20 daga og skrifuðu allir okkar starfsmenn undir ráðningasamninga í samræmi við það kerfi snemma á árinu 2019.  Krafa Sjómannafélags Íslands er ígildi 25% launahækkunar og kallar á gjörbreytta starfsemi þar sem farið er úr þremur áhöfnum í fjórar.

Stjórn Herjólfs ohf. telur sig vera að gera vel við sitt starfsfólk og kjör séu góð. Heildarlaun hjá þernu um borð í Herjólfi miðað við kerfið sem er við líði í dag eru rúmar 810.000 kr. Heildarlaun háseta er rúm 1.000.000 kr. ef reiknuð yfirvinna er meðaltal yfirvinnu fyrir janúar og febrúar, en hásetar fá yfirvinnutíma fyrir að keyra flutningavögnum inn og út úr skipinu.Vinnuskyldan eru 20 dagar á mánuði en þó hefur félagið verið afar sveigjanlegt og sanngjarnt varðandi frítöku starfsfólks. 

Að auki er sá kjarasamningur sem gerður var við Sjómannafélagið Jötunn og er í takt við lífskjarasamninginn og fengu allir starfsmenn Herjólfs ohf. hækkanir í samræmi við hann 1. apríl sl. sama í hvaða stéttarfélagi þeir eru.

Upplifum fordæmalausa tíma sem hafa gríðarleg áhrif á rekstur félagsins

Hvaða áhrif hafa þessar kröfur, þ.e.a.s ef þeim yrði mætt á rekstur félagsins?

Það hefur ekki verið tekið saman enda stendur ekki til að verða við þessum kröfum.

Setjum hlutina í samhengi og áttum okkur á stöðunni. Við erum að upplifa fordæmalausa tíma sem hafa gríðarleg áhrif á rekstur félagsins. Allar rekstrarforsendur eru brostnar. Okkur vantar erlenda ferðamanninn til að ná endum saman og allt útlit fyrir hundruðmilljóna króna tap á rekstrinum á þessu ári án aðkomu ríkisvaldsins. Félagið rær einfaldlega lífróður. Í apríl náðist samkomulag við Vegagerðina um framlög úr neyðarsjóði ríkissjóðs til að halda úti sex ferðum í sumar. Það samkomulag gerði það að verkum að ekki kom til uppsagna ólíkt flestum ef ekki öllum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á Íslandi. Eftir að félagið nýtti sér hlutabótaleiðina fram í byrjun maí hefur allt okkar starfsfólk snúið aftur til fyrri starfa. Við þurftum ekki að endursemja við okkar starfsfólk, ekki að biðja neinn um að taka á sig launalækkanir eða aukna vinnuskyldu. Allir okkar starfsmenn hafa haldið sínum kjörum en við höfum áhyggjur af haustinu og framhaldinu.

Því voru það gríðarleg vonbrigði eftir allt sem á undan er gengið á árinu 2020 að upplifa verkfallsaðgerðir akkurat þegar samfélagið í Eyjum hefur verið að taka við sér eftir afar erfiðan vetur.

Hver eru næstu skref?

Stjórn Herjólfs fundar í dag og fer yfir stöðuna og næstu skref. Samningurinn sem gerður var við Sjómannafélagið Jötunn og er í samræmi við það sem er að gerast á vinnumarkaði stendur öllum undirmönnum Herjólfs til boða, segir Arnar Pétursson stjórnarformaður Herjólfs ohf.

Þessu tengt: Viðræður ekki hafnar

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%