Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas:

Fullvissa íbúa um að malbik sem lagt var í sumar standist allar þær kröfur sem gerðar eru til þess

7.Júlí'20 | 11:40
gatnag

Frá lagningu malbiks í Eyjum. Ljósmynd

Í síðasta mánuði var lagt nýtt malbik á nokkrar götur hér í Eyjum. 

Vegna tíðinda af hálu malbiki á fastalandinu sendi Eyjar.net fyrirspurn á Vestmannaeyjabæ um hvort mögulega sé hætta á að sama sé upp á teningnum hér.

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ segir að Hlaðbær Colas hafi lagt malbikið hér í Eyjum, og því sé rétt að fyrirtækið svari fyrir það. Eyjar.net fékk í kjölfarið yfirlýsingu frá Malbikunarstöðinni Hlaðbær Colas. Er hún birt orðrétt hér að neðan:

Vegna fyrirspurna sem hafa borist vegna malbiks sem Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas (MHC) framleiddi og lagði í Vestmanneyjum dagana 15-17. júní vill MHC koma eftirfarandi á framfæri.

Fyrst vill MHC nefna að umrætt malbik sem verið hefur í umræðunni í samfélaginu síðustu vikur var ekki framleitt eða lagt út af MHC.

Allt malbik framleitt af MHC í malbikunarstöð okkar í Hafnarfirði er CE vottað og er fyrirtækið með vottað svokallað framleiðslustýringa kerfi (FPC). Það þýðir jafnframt að allri sýnatöku af framleiddu malbiki hjá okkur er stýrt af svokölluðu OCL kerfi sem segir til um hvenær í framleiðslunni skuli taka malbiksýni til rannsóknar.

MHC er einnig með sérstakt gæðaeftirlit sem fylgir malbikunarflokkum um allt land og framkvæmir mælingar og fylgist með að malbikið uppfylli þær kröfur sem eru lagðar eru fram. Umræddir starfsmenn gæðaeftirlits voru í Vestmanneyjum þessa daga sem var malbikað.

Varðandi malbikið sem lagt var út í Vestmanneyjum umrædda daga er um að ræða malbik með kornastærð 0-11mm. Steinefnið sem notað var í malbikið er innflutt norskt kvarts steinefni.

Tvö malbiksýni voru tekin af malbikinu sem lagt var umrædda daga og bæði sýnin eru innan þeirra marka sem gerðar eru til þess.

Um er að ræða malbik sem hefur verið framleitt lengi af MHC við mjög góðan orðstír. Malbik af þessari gerð hefur oft verið lagt á þjóðvegi og umferðamiklar götur innan höfuðborgarsvæðisins og víðar.

Þegar kemur að hemlunarviðnámi þá eru kröfur Vegagerðarinnar að vegir með meira en 80km hámarkshraða skulu hafa hemlunarviðnám uppá > 0,5 og vegir með undir 80km hámarkshraða skulu hafa > 0,4 hemlunarviðnám. Malbik af þeirri gerð sem lagt var í Vestmanneyjum og á fleiri stöðum á landinu hefur ítrekað mælst með hemlunarviðnám 0,6 og yfir. Mælingar á hemlunarviðnámi voru ekki framkvæmdar í þessu tilviki þar sem ekki var talin þörf á því að lokinni útlögn. Hvorki gæðaeftirlit MHC eða eftirlitsaðili verksins sá ástæðu til að láta framkvæmar hemlunarviðnáms mælingar að lokinni útlögn.

Nýlagt malbik glampar oft mikið sérstaklega á sólskinsríkum sumardögum því er eðlilegt sérstaklega í ljósi þessara hörmulegu atburða að fólk velti fyrir sér hvort nýlagt malbik í nánasta umhverfi þess sé öruggt. MHC vill því fullvissa íbúa Vestmanneyja að það malbik sem lagt var nú í sumar stenst allar þær kröfur sem gerðar eru til þess, segir í yfirlýsingu MHC sem að Ingvar Torfason, verkefnastjóri gæðaeftirlits og Ingjaldur Örn Pétursson verkefnastjóri framkvæmdadeild kvitta undir.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).