Vilji gjarnan leggja sitt af mörkum

4.Júlí'20 | 14:55
IMG_9892

Skimað fyrir Covid-19. Ljósmynd/TMS

Vestmannaeyingarnir 105 sem greindust með kórónuveiruna voru boðaðir í endurtekna mótefnamælingu í dag. Davíð Egilsson læknir sem annaðist mælinguna fyrir Íslenska erfðagreiningu segir að um sjötíu hafi boðað komu sína.

Sýnatökunar gengu vel og kveðst Davíð bjartýnn á að hægt verði að senda sýnin til lands með Herjólfi í dag.

Markmiðið sé að kortleggja þróun mótefnamyndunar hjá smituðum einstaklingum. Fólk hefur að sögn Davíðs tekið vel í koma í mótefnamælinguna og vilji gjarnan leggja sitt af mörkum. Hann kveðst uggandi yfir aukningu smita undanfarna daga. Því sé nauðsynlegt að fræðast frekar um kórónuveiruna. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá.

Ávallt tilbúinn að taka þátt gagnist það öðrum

Vestmanneyingurinn Arnar Richardsson rekstrastjóri hjá Bergi-Huginn veiktist mjög illa í mars, þurfti að leggjast á sjúkrahús og er enn að glíma við eftirstöðvar veikindanna. Hann hefur þegar farið í mótefnamælingu og segist í samtali við fréttastofu ávallt tilbúinn að taka þátt gagnist það öðrum. Enginn vilji veikjast af Covid-19 aftur.

Mótefnamæling vegna Covid-19 fyrir Íslenska Erfðagreiningu var gerð í Vestmannaeyjum í apríl síðastliðnum. Þá voru 80 til 100 manns boðaðir daglega í þrjá daga. Ekki hefur ákveðið um frekara framhald á mótefnamælingu en Davíð segir að mögulega gæti það orðið þegar fram líði stundir.

Tags

COVID-19

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.