Vilji gjarnan leggja sitt af mörkum

4.Júlí'20 | 14:55
IMG_9892

Skimað fyrir Covid-19. Ljósmynd/TMS

Vestmannaeyingarnir 105 sem greindust með kórónuveiruna voru boðaðir í endurtekna mótefnamælingu í dag. Davíð Egilsson læknir sem annaðist mælinguna fyrir Íslenska erfðagreiningu segir að um sjötíu hafi boðað komu sína.

Sýnatökunar gengu vel og kveðst Davíð bjartýnn á að hægt verði að senda sýnin til lands með Herjólfi í dag.

Markmiðið sé að kortleggja þróun mótefnamyndunar hjá smituðum einstaklingum. Fólk hefur að sögn Davíðs tekið vel í koma í mótefnamælinguna og vilji gjarnan leggja sitt af mörkum. Hann kveðst uggandi yfir aukningu smita undanfarna daga. Því sé nauðsynlegt að fræðast frekar um kórónuveiruna. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá.

Ávallt tilbúinn að taka þátt gagnist það öðrum

Vestmanneyingurinn Arnar Richardsson rekstrastjóri hjá Bergi-Huginn veiktist mjög illa í mars, þurfti að leggjast á sjúkrahús og er enn að glíma við eftirstöðvar veikindanna. Hann hefur þegar farið í mótefnamælingu og segist í samtali við fréttastofu ávallt tilbúinn að taka þátt gagnist það öðrum. Enginn vilji veikjast af Covid-19 aftur.

Mótefnamæling vegna Covid-19 fyrir Íslenska Erfðagreiningu var gerð í Vestmannaeyjum í apríl síðastliðnum. Þá voru 80 til 100 manns boðaðir daglega í þrjá daga. Ekki hefur ákveðið um frekara framhald á mótefnamælingu en Davíð segir að mögulega gæti það orðið þegar fram líði stundir.

Tags

COVID-19

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).