Stórar áskoranir framundan við rekstur bæjarins

4.Júlí'20 | 10:00
hafnarsvaedi_20

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var lagt fram minnisblað um helstu breytingar á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs vegna Covid-19 faraldursins.

Í niðurstöðu ræapsins beinir bæjarráð þeim tilmælum til yfirstjórnar bæjarskrifstofanna að fylgjast áfram grannt með fjárhagsstöðu bæjarins og upplýsa bæjarráð reglulega um stöðu mála á þessum krefjandi tímum. Framundan eru stórar áskoranir við rekstur bæjarins.

Samantekt um helstu breytingar á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs vegna Covid-19 faraldursins

Efnahagsleg áhrif af Covid-19 faraldrinum hafa haft töluvert að segja um fjárhag sveitarfélaga. Misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu mikið tekjur hafa skerst og virðast þau sveitarfélög sem byggja hvað mesta afkomu af ferðaþjónustu hafa orðið verst úti.

Efnahagsleg áhrif faraldursins á Vestmannaeyjabæ hefur haft sitt að segja um tekjuskerðingu og aukin útgjöld bæjarsjóðs. Bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvað á vormánuðum að ráðast í viðamiklar aðgerðir til viðspyrnu efnhagslegra áhrifa á fyrirtæki og einstaklinga. Meðal annars var ákveðið að fresta tveimur gjalddögum fasteignagjalda til loka ársins og byrjun næsta árs, ákveðið var að lækka þjónustugjöld bæjarins, t.a.m. leikskólagjöld, gjöld fyrir Frístundaver, skólamáltíðir o.fl. vegna skertrar þjónustu í tengslum við Covid-19.

Jafnframt var ákveðið að færa framkvæmdir og viðhaldsverkefni fram í tímann til að halda uppi atvinnu sem hefur í för með sér að útgjöld hafa aukist töluvert á fyrri hluta ársins. Auk þess var ákveðið að ráða fleira sumarstarfsfólk á þessu ári en undanfarin ár til þess að spyrna við auknu atvinnuleysi. Þá var ákveðið að ráðast í sérstakt markaðsátak í ferðaþjónustu í samstarfi við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja til þess að auka veltu og stuðla að atvinnu í ferðaiðnaði.

Á sama tíma hafa tekjur bæjarsjóðs skerst umtalsvert. Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hafa verið endurskoðuð í takt við nýja áætlun um tekjur sjóðsins. Sú áætlun gerir ráð fyrir töluvert skertum framlögum til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts, útgjaldajöfnunarframlögum og almennum framlögum vegna málefna fatlaðs fólks. Þá hefur fækkun erlendra ferðamanna haft töluvert að segja um tekjuskerðingu Eldheima og annarra safna í eigu Vestmannaeyjabæjar. Loks má nefna að tekjur Vestmannaeyjahafnar munu skerðast vegna minni skipaumferðar, sérstaklega farþegaskipa, sem áhrif hefur á samstæðuna.

Fyrstu fimm mánuði ársins hafa a) nettóáhrif af frestun fasteignagjalda haft 67,3 m.kr. lækkun á tekjum bæjarsjóðs. Tekjurnar koma hins vegar inn í bæjarsjóð í desember á þessu ári og janúar 2021 og hefur því ekki áhrif á ársgrundvelli; b) þjónustugjöld lækkuðu um 10,8 m.kr. vegna ákvarðana um lækkun gjalda, m.a. leik- og grunnskóla, skólamáltiðir o.fl.; c) áhrif á tekjur Eldheima til lækkunar um rúmar 3. m.kr. vegna samdráttar í ferðaþjónustu; d) minnkandi skipaumferð haft áhrif á hafnargjöld og tekjur lækka um 45,6 m.kr.hjá Vestmannaeyjahöfn; e) skerðingar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga haft 6,7 m.kr. lækkun framlaga til Vestmannaeyjabæjar; f) tilflutningur framkvæmda fram í tímann aukið kostnað vegna framkvæmda og viðhalds um tæpa 41 m.kr. og g) kostnaður vegna sérstaks markaðsátaks í ferðaþjónustu numið 6 m.kr. á fyrri hluta ársins. 

Til viðbótar er þegar vitað að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga muni að öllum líkindum skerðast um u.þ.b. 100 m.kr. á þessu ári, launakostnaður vegna ráðninga sumarstarfsfólks á þessu ári mun aukast um um 15-17 m.kr. frá því sem áætlað var í fjárhagsáætlun. Áhrif Covid-19 hafa verið mikil á Herjólf ohf. Áætlað er að velta félagsins dragist mikið saman á þessu ári, sem getur haft áhrif á samstæðuna.

Bæjarsjóður stendur vel fjárhagslega eins ársreikningur síðasta árs og rekstrarstaða fyrstu fjóra mánuði ársins 2020 bera augljós merki um. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að hækka álögur á fyrirtæki eða einstaklinga til þess að mæta þeim aukna kostnaði og tekjutapi í tengslum við áhrif af Covid-19.

Starfsfólk Vestmannaeyjabæjar mun áfram fylgjast grannt með fjárhagsstöðu bæjarins og upplýsa bæjarráð ef það stefnir í að áhrif Covid-19 verði meiri á afkomu en hér hefur verið útskýrt.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).