Rúmlega 48 þúsund farþegar ferðuðust með Herjólfi í júní

2.Júlí'20 | 06:59
folk_her

Farþegar Herjólfs virða fyrir sér Ystaklett. Ljósmynd/TMS

Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi ohf. flutti ferjan 48.444 farþega í síðasta mánuði. 

Ef borin eru saman síðustu ár í farþegafjölda Herjólfs í júní-mánuði sést að rúmlega 14 þúsund fleiri farþegar ferðuðust með ferjunni í júní 2019, sem að var met júní-mánuður í siglingum milli lands og Eyja. 

Fara þarf aftur til ársins 2015 til að finna sambærilegan júní-mánuð í farþegaflutningum. Engu að síður er þetta betri nýting á skipinu en spár gerðu ráð fyrir og hafa verður í huga að sárafáir erlendir ferðamenn voru á landinu vegna kórónuveirufaraldurs.

  • 48.444 farþegar í júní 2020
  • 62.545 farþegar í júní 2019
  • 57.144 farþegar í júní 2018 
  • 57.538 farþegar í júní 2017
  • 53.989 farþegar í júní 2016
  • 48.673 farþegar í júní 2015

 

Maí samanburðurinn.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...