Rúmlega 48 þúsund farþegar ferðuðust með Herjólfi í júní

2.Júlí'20 | 06:59
folk_her

Farþegar Herjólfs virða fyrir sér Ystaklett. Ljósmynd/TMS

Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi ohf. flutti ferjan 48.444 farþega í síðasta mánuði. 

Ef borin eru saman síðustu ár í farþegafjölda Herjólfs í júní-mánuði sést að rúmlega 14 þúsund fleiri farþegar ferðuðust með ferjunni í júní 2019, sem að var met júní-mánuður í siglingum milli lands og Eyja. 

Fara þarf aftur til ársins 2015 til að finna sambærilegan júní-mánuð í farþegaflutningum. Engu að síður er þetta betri nýting á skipinu en spár gerðu ráð fyrir og hafa verður í huga að sárafáir erlendir ferðamenn voru á landinu vegna kórónuveirufaraldurs.

  • 48.444 farþegar í júní 2020
  • 62.545 farþegar í júní 2019
  • 57.144 farþegar í júní 2018 
  • 57.538 farþegar í júní 2017
  • 53.989 farþegar í júní 2016
  • 48.673 farþegar í júní 2015

 

Maí samanburðurinn.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).