Vinnslustöðin tilkynnir um nýjar ráðstafanir vegna COVID

Óvissan núna er ekki ósvipuð því sem var þegar faraldurinn byrjaði

- segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, forstjóri VSV

2.Júlí'20 | 15:24
brek_fuglar_vsv

Ljósmynd/TMS

Vinnslustöðin birti í dag ráðstafanir sem gripið er til vegna þess að „aftur er farið að bera á COVID-19 smitum í landinu, bæði við landamæri og innanlands“.

Starfsmenn sem koma erlendis frá geta mætt til vinnu að því gefnu að niðurstaða skimunar við komuna til landsins sé neikvæð. Áskilið er að viðkomandi séu í sem minnstum samskiptum við aðra á vinnustaðnum fyrstu dagana en fari síðan í skimun á nýjan leik á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum fimm dögum eftir komu til landsins. Vinnslustöðin greiðir fyrir þá skimun.

Starfsfólk sem sett er í sóttkví eftir komu til landsins má ekki umgangast aðra sem vinna í Vinnslustöðinni (VSV). Starfsfólki sem finnur til veikindaeinkenna er bent á að hafa samband við heilsugæsluna þegar í stað, óska eftir skimun og mæta ekki til vinnu.

„Við viljum í ljósi tíðinda undanfarinna sólarhringa vera viðbúin bakslagi í baráttunni við COVID hérlendis en gerum ekki frekari ráðstafanir að sinni í fyrirtækinu. Óvissan núna er ekki ósvipuð því sem var þegar faraldurinn byrjaði hér í vetur. Við fylgjumst áfram grannt með gangi mála,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, forstjóri VSV, í samtali við vef Vinnslustöðvarinnar.

Lítið þarf til að veiran breiðist aftur út í landinu

Í tilkynningu VSV til starfsfólks kemur enn fremur fram: Það er deginum ljósara að við erum ekki sloppin fyrir horn og lítið þarf til að veiran breiðist aftur út í landinu. Stjórnendur hafa verið í sambandi við sóttvarnaryfirvöld sem leggja áherslu á að þessi þrjú atriði verði áfram höfð í hávegum:

  • Sóttvarnir (sprittun og handþvottur).
  • Nándarmörk (tveggja metra reglan).
  • Forðast mannmergð.

Með hreinlæti og nándarmörkum eigum við að geta forðast smit eins og okkur tókst svo vel í sameiningu þegar faraldurinn var í hámarki hér á landi.  Þessar reglur varðandi komur erlendis frá og hugsanlega sýkingu hafa verið settar til verndunar starfsfólkinu.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).