Hætta við kvöldskemmtun á Stakkó til þess að draga úr smithættu

1.Júlí'20 | 07:14
bærinn_cov

Mynd/Samsett

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær fór bæjarstjóri yfir stöðuna í tengslum við Covid 19. 

Enn eru samkomutakmarkanir á landinu og óljóst hvernig framhaldið verður með frekari tilslakanir ef nýjum innanlandssmitum heldur áfram að fjölga.

Staðan á vinnumarkaði Í Vestmannaeyjum:
Atvinnuleysi hefur aukist í Vestmannaeyjum eins og annars staðar vegna faraldursins. Í tölum frá Vinnumálstofnun kemur fram að í lok maí hafi 101 verið á atvinnuleysisskrá og 126 á hlutabótaleiðinni. Í apríl var 11,5% atvinnuleysi, en 6,6 % í maí. Spáð er 6,2% atvinnuleysi í júní. Í spánni fyrir hlutabólaleiðina fyrir júnímánuð er gert ráð fyrir töluverðri fækkun einstaklinga á þeim úrræðum, þ.e. úr 126 í 73 einstkalinga.

Fyrirkomulag bæjarhátíða og viðburða í Eyjum:
Í sumar er búið að halda flesta þá viðburði sem haldnir hafa verið undanfarin ár. Sjómannadagsráð hélt sjómanndagshelgina hátíðlega, en með breyttu sniði þó. Haldin var hátíð vegna Þjóðhátíðardagsins, 17. júní og einnig hefur ÍBV Íþróttafélag haldið bæði TM mótið (pæjumót) og Orkumótið nú í júnímánuði. Mótin gengu mjög vel. Voru þessir viðburðir aðlagaðir að þeim reglum og takmörkunum sem voru í gildi vegna Covid-19. Goslokahátíð verður haldin næstu helgi og verður fjölbreytt dagskrá með áherslu á barnadagskrá, listir og menningu. Öllum samkomutakörkunum og reglum sem eru í gildi verður fylgt. Til þess að gæta að öryggi og fylgja tilmælum Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og embættis sóttvarnalæknis hefur goslokanefnd ákeðið að hætta við kvöldskemtun sem vera átti á Stakkagerðistúni. Ljóst er að sá viðburður hefði getað orðið mjög fjölmennur og þar með aukið smithættu.

Í afgreiðslu málsins segir að bæjarráð þakki upplýsingarnar og telur það ábyrga ákvörðun hjá Goslokanefnd að hætta við kvöldskemmtun á Stakkagerðistúni til þess að draga úr smithættu.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.