Út í sumarið: Útijóga og rútu- og menningarferð framundan

- „Út í sumarið“ 67 ára og eldri / Útijóga og kakó á Skansinum í dag kl. 14

30.Júní'20 | 11:47
eldri_borgarar_fb_vestm_baer

Kristín Jóhannsdóttir tók á móti hópnum í Eldheimum. Ljósmynd/Vestmannaeyjabær

Verkefnið „Út í sumarið“ sem Vestmannaeyjabær er með í sumar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14 fyrir eldri borgara fór vel af stað í síðustu viku. Kristín Jóhannsdóttir tók á móti hópnum í Eldheimum og fór yfir safnið.

Í dag þriðjudag kl 14 verður útijóga með Helen á Skansinum. Við hvetjum eldri borgara til að fara út fyrir boxið og prófa eitthvað nýtt. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af liðleika, þetta verður svokallað “stólajóga” og hver og einn gerir það sem hann getur.

Eftir jógað verður boðið upp á kakó, segir í færslu á facebook-síðu Vestmannaeyjabæjar. 

Á fimmtudaginn kl. 14 verður farið í rútu- og menningarferð með Vikingtours „Gerumst túristar á eigin eyju“. Mæting á planið við gamla ráðhúsið.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.