Upp með sprittið

30.Júní'20 | 15:19
handspritt

Huga þarf vel að hreinlæti, handþvotti og sprittun.

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum beinir því til Eyjamanna að skerpa á einstaklingsbundnum sýkingavörnum vegna COVID-19. Í því felst að huga vel að hreinlæti, handþvotti og sprittun. 

Fjarlægðarreglan er mikilvæg sem og að forðast mannmarga staði. Þá er lykilatriði til að verjast útbreiðslu veirunnar að þeir sem eru veikir eða með flensueinkenni haldi sig heima.

Þeir sem hafa einkenni og þurfa sýnatöku er bent á að hafa samband við heilsugæsluna á dagvinnutíma og hringja í 1700 eftir klukkan 16.00 á daginn og um helgar.

Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru besta vörnin gegn því að fá veiruna aftur inn í samfélagið og þá þurfa allir að vera vakandi yfir því að smitað fólk getur einnig verið einkennalaust.

Tökum ábyrgð og verjum okkur sjálf og þar með okkar viðkvæmasta fólk. Við erum öll almannavarnir, segir í tilkynningu frá Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-