Lundarall 2020:

Varp minnkar verulega í Eyjum og Breiðafirði

- varp hófst fremur snemma í Eyjum í ár

25.Júní'20 | 08:44
lundi_17_tms

Elliðaey í Breiðafirði og Stórhöfði á Heimaey skera sig úr, en þar er lækkun veruleg eða 34% og 27%. Ljósmynd/TMS

Í yfirliti frá lundaralli sem farið var í nú í júní segir að varp hafi hafist fremur snemma í Vestmannaeyjum í ár eða fyrir 10. maí og pysjutíminn einnig nema vöxtur dragist á langinn.

Frá þessu er greint á facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands. Þar segir:

Samantekt á ábúð (egg/varpholu) á landsvísu.

Almennt lækkar ábúð nú miðað við árið 2019 um 5% í 7 byggðum, en hækkar í 2 byggðum: Grímsey (4,9%) en mest í Lundey á Skjálfanda (12,8%).

Elliðaey í Breiðafirði og Stórhöfði á Heimaey skera sig úr, en þar er lækkun veruleg eða 34% og 27%! Um 60% íslenska lundastofnsins verpir á þessum tveim svæðum!

Varp hefur hafist fremur snemma í Vestmannaeyjum í ár eða fyrir 10. maí og pysjutíminn einnig nema vöxtur dragist á langinn. Reynslan sýnir á suður- og vesturlandi að ábúð undir 60% er vísbending um lélega afkomu pysja og hægan vöxt. 14 dægurrituar endurheimtust í Papey og 9 í Grímsey.

Heimild/Náttúrustofa Suðurlands.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.