Efnið farið undan bryggjunni vegna tæringar bryggjuþils

25.Júní'20 | 11:02
IMG_2795

Hér má sjá holrýmið sem myndast hefur undir bryggjunni. Ljósmyndir/TMS

Nú stendur yfir vinna verktaka við að koma upp svokölluðum skjaldarfenderum á viðlegukant Herjólfs hér í Vestmannaeyjum. Við vinnuna kom í ljós að nánast allt efnið er farið undan bryggjunni á um 10 metra kafla nyrst á Básaskersbryggju.

„Ástæðan fyrir þessu er að þilið er ónýtt á kafla á vesturkanti Básaskersbryggju vegna tæringar. Þessi kantur var rammaður að hluta til þegar gamli Herjólfur kom 1991 en þá var þessi hluti skilin eftir og er því elstur á um 20 m kafla. Svo virðist sem allt efni sé farið á um 10 m kafla þarna sem gamla þilið er.” segir Andrés Sigurðsson hjá Vestmannaeyjahöfn í samtali við Eyjar.net.

Þessu tengt: Bryggjuverk setur upp fendera fyrir Herjólf í næstu viku

Þarf stöðugt að vera að endurnýja þilin

„Þarna er svo enn eldra þil fyrir innan sem heldur uppfyllingunni og er því ekki hætta á ferð. Það er samt alveg ljóst að gera þarf við þilið og setja uppfyllingu áður en nýju fenderarnir fyrir Herjólf verða settir upp. Aðstæður hér í Eyjum virðast vera þannig að bryggjuþil endast illa hér og þarf því stöðugt að vera að endurnýja þilin.” segir Andrés.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.