Rúmlega 1000 strákar á leið á Orkumótið

23.Júní'20 | 07:08
Orkumotid_sgg

Það er ávalt glatt á hjalla hjá keppendum Orkumótsins. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Orkumótið hefst á fimmtudaginn. Sigríður Inga Kristmannsdóttir er mótsstjóri. Hún segir að í ár komi 104 lið frá 34 félögum, rúmlega 1000 strákar. Til stóð að það yrðu 112 lið á mótinu líkt og í fyrra en eftir covid þá fækkaði um 8 lið.

„Við höldum okkur við sömu aðgerðir varðandi covid og voru á TM Mótinu, þ.e. að takmarka aðgengi foreldra í lokuðu rýmin, gistingu, mat og viðburði í íþróttahúsinu. Við munum einnig fjölga starfsfólki á vöktunum til að auka þrif og sótthreinsun á snertiflötum ásamt því að hólfaskipta áhorfendasvæðum við vellina. Þetta gekk vel á TM Mótinu og vonum við að fullorðna fólkið sem kemur á Orkumótið verði jafn duglegt að fara eftir þessum reglum. Mörgum fannst þetta jafnvel bara betra og myndu vilja hafa þetta svona alltaf, en við sjáum til hvernig það verður.” segir Sigríður Inga.

Hún segir fjölda gesta hafi verið meiri en venjulega á TM Mótinu. „Við gerum við ráð fyrir því að svo verði einnig á Orkumótinu, en í gegnum árin þá hafa alltaf fleiri fylgt strákunum en stelpunum. Foreldrar eru að nýta tækifærið til að ferðast innanlands og fylgja börnunum sínum á sumarmótin og þeir munu vonandi vera duglegir að njóta alls þess besta sem Eyjarnar hafa uppá að bjóða. Það er gaman að fá líf og fjör í bæinn og við vitum að bæjarbúar taka á móti gestunum okkar að Eyjamanna sið og í sameiningu gerum við ferðina til Eyja ógleymanlega fyrir strákana og fjölskyldur þeirra.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%