Nýr umdæmislæknir sóttvarna hjá HSU

23.Júní'20 | 08:59

Elín Freyja Hauksdóttir yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn er nýr umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi. Hún leysir af Hjört Kristjánsson umdæmislækni sóttvarna á Suðurlandi, sem er í árs leyfi.

Elín Freyja lærði læknisfræði í Kaupmannahöfn og útskrifast þaðan árið 2011. Hún flutti heim ásamt fjölskyldu sinni 2012 að kandidatsári loknu og réð sig til starfa á Höfn þá um haustið.  þar hefur hún starfað síðan og búið ásamt fjölskyldu sinni, en eiginmaður hennar er frá Höfn og starfar þar m.a. sem sjúkraflutningamaður ásamt fleiru.

Elín Freyja hefur verið svæðislæknir sóttvarna síðustu ár og haldið utan um gerð viðbragðsáætlanna fyrir HSU Höfn hvað varðar sóttvarnir og aðra vá.

Hún hefur lagt metnað í viðbragðsáætlanagerð sem og æfingar á notkun hennar, sem hefur komið sér vel á síðustu árum, þar sem oft hefur reynt á þessa kunnáttu viðbragðsaðila á því svæði. Einnig hefur hún haldið utan um mánaðarlegan hitting/æfingar fyrir alla viðbragðsaðila á Hornafirði, til að bæta samvinnu og kunnáttu fólks.

Elínu Freyju eru færðar hamingjuóskir með nýja titilinn, segir í frétt á heimasíðu HSU.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.