Þjóðhátíð verður haldin í einhverri mynd
19.Júní'20 | 11:06Þjóðhátíð verður haldin í Vestmannaeyjum í einhverri mynd, segir framkvæmdastjóri ÍBV. Bæjarstjóri segir að þjóðhátíðin verði þó minni í sniðum en áður. Eitt er þó frágengið og það er að Ingólfur veðurguð mun stýra brekkusöng.
„Við erum með takmarkanir, erum reyndar að fara í 500 en það gerir lítið fyrir Þjóðhátíð eins og við höfum séð hana og hugsað hana og þessi sautján þúsund manna samkoma sem er stórkostleg,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
„Við erum að vinna að því að teikna upp einhverjar sviðsmyndir um hvernig við getum framkvæmt þessa hátíð undir þeim reglum sem okkur eru settar á hverjum tíma fyrir sig. Við stefnum að því að gera í það minnsta eitthvað,“ segir segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV.
„Ég held enn þá að hún verði haldin með einhverjum hætti en ég sé ekki fyrir mér þessa venjulegu þjóðhátíð sem þú ert að spyrja mig um,“ segir Íris.
Rætt hefur verið um að tak-markanir á stórum við-burðum í sumar miðist við 2000 manns.
„Ef það verður 2000 manna samkomubann þá er alveg ljóst að það verða ekki fimmtán þúsund manns á sama tíma inni í Herjólfsdal,“ segir Hörður.
„Menn eru bara enn þá að athuga þetta en ég á nú von á því að lokaákvörðunin verði tekin núna í júní. Mér finnst það líklegt,“ segir Íris.
„Það er alveg ljóst að ef það verður engin Þjóðhátíð þá er félagið að tapa 60-70 prósentum af sínum tekjum sem hafa farið í barna- og unglingastarf,“ segir Hörður.
Tags
Þjóðhátíð
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.