Hagnaður af rekstri Náttúrustofu Suðurlands
19.Júní'20 | 09:45Viðsnúningur varð á rekstri Náttúrustofu Suðurlands í fyrra miðað við árið 2018, þegar tap var á rekstri stofunnar. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Náttúrustofunnar.
Hagnaður ársins 2019 var tæpar 17 milljónir króna og er það viðsnúningur upp á rúmlega 18 milljónir þar sem tap var á reksrinum árið 2018 upp á rúmlega 1 milljóna kr.
Rekstrartekjur voru svipaðar í fyrra og árið á undan eða rétt tæpar 34 milljónir. Hins vegar dregst rekstarkostnaður verulega saman á milli ára. Fer úr rúmum 34 milljónum niður í 17,3 milljónir og munar þar mestu um að launa- og starfsmannakostnað sem fer úr 29 milljónum niður í 11,5 milljónir en stöðugildum var fækkað úr 2 niður í 1 við stofuna.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.