Fræðsluráð afhenti hvatningarverðlaun

18.Júní'20 | 09:42
hvatningarverdlaun_2020_litil

Frá afhendingunni. Ljósmynd/Vestmannaeyjabær

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Einarsstofu þann 17. júní og jafnframt voru undirritaðir samningar vegna styrkja úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla.

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs voru afhent í fyrsta skipti í ár en markmiðið með þeim er að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Verðlaunin eru hrós fyrir framúrskarandi vinnu og jafnframt staðfesting á því að verðlaunahafi er fyrirmynd á því sviði sem viðurkenningin nær til, segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

 

Allir geta sent inn tilnefningar og hægt er að tilnefna kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, GRV, Tónlistarskóla Vestmannaeyja og Frístund. Alls bárust 9 tilnefningar í ár og voru þrjú verkefni valin sem hljóta Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2020, þau eru:

Harry Potter þemaverkefni 4. bekkjar:
Snjólaug Árnadóttir, Unnur Líf Ingadóttir Imsland og Anna Lilja Sigurðardóttir hafa unnið mikið og metnaðarfullt þemaverkefni fyrir bekkina sína. Verkefnið teygði anga sína í aðra árganga í GRV og einnig út fyrir skólann. Mikil ánægja var með verkefnið hjá nemendum og foreldrum.

Út fyrir bókina:
Snjólaug Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir hafa lagt mikla vinnu í að gera námið áhugavert án bókar. Markvisst er unnið af því að gera kennsluna skemmtilega og lifandi, m.a. með námsefni sem tengist áhugasviði barna, gegnum leiki og spil. Jafnframt halda þær út fésbókarsíðu þar sem þær deila verkefnum sínum. Verkefnið hefur hlotið mikla athygli innan og utan skólans.

Tölvuinnleiðing GRV:
Guðbjörg Guðmannsdóttir hefur verið í forsvari fyrir innleiðingu og bættum tæknimálum í GRV. Forritun á öllum stigum í náminu, örnámskeið fyrir kennara og starfsfólk. Án efa hefur þessi innleiðing og vinna nýst skólanum vel í fjarkennslu síðustu misseri.

Elís Jónsson, formaður fræðsluráðs, afhenti verðlaunahöfum viðurkenningarskjal og verðlaun í formi gjafabréfs  með aðstoð Drífu Gunnarsdóttur, fræðslufulltrúa.

Við þetta tækifæri voru undirritaðir samningar við þá aðila sem hljóta styrk úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla. Skrifaði Elís Jónsson, formaður fræðsluráðs, undir fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar og fræðslufulltrúi afhenti styrkþegum blóm. Er þetta í fyrsta skipti sem veittir verða styrkir úr nýstofnuðum Þróunarsjóði leik- og grunnskóla. Samningarnir innihalda, m.a. upplýsingar um viðkomandi verkefni, markmið, áætlun, dagsetningar um upphaf og áætluð lok. Einnig er í samningi tilgreind sú styrkhæð sem verkefninu hefur verið úthlutað og hvenær styrkurinn er greiddur. 2/3 styrks greiðast við upphaf verkefnis og 1/3 við skil á lokaskýrslu.

Markmiðið með sjóðinum er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi. Umsóknir bárust fyrir sex verkefni og hljóta þau öll styrk og er heildarupphæð sem veitt verður úr sjóðnum árið 2020 kr. 3.325.000 sem skiptist þannig:

Herdís Rós Njálsdóttir, sérkennari við GRV og Svanhvít Friðþjófsdóttir, deildarstjóri miðstigs við GRV, hljóta styrk að upphæð kr. 400.000 fyrir verkefnið Handbók og hugmyndir að markvissri kennslu lesskilnings.

Thelma Ósk Sigurjónsdóttir, leikskólakennari, hlýtur styrk í samvinnu við Sóla að upphæð                kr. 625.000 fyrir verkefnið Útikennsla.

Marta Jónsdóttir, leikskólakennari, hlýtur styrk í samvinnu við Sóla að upphæð kr. 400.000 fyrir verkefnið Tónlistarkennsla og jógaiðkun.

Snjólaug Elín Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir Imsland, grunnskólakennarar við GRV, hljóta styrk að upphæð kr. 1.000.000 fyrir verkefnið Út fyrir bókina.

Marta Sigurjónsdóttir, sérkennari við GRV, hlýtur styrk að upphæð kr. 300.000 fyrir verkefnið Barnaorðabók, íslensk-pólsk/pólsk-íslensk.

Svarrir Marinó Jónsson, grunnskólakennari við GRV, hlýtur styrk að upphæð kr. 600.000 fyrir verkefnið 360°Vestmannaeyjar.

Vestmannaeyjabær óskar verðlauna- og styrkhöfum innilega til hamingju og þakkar þeim þeirra framlag til fræðslumála, segir að endingu í fréttinni.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.