Sumarmánuðirnir líta nokkuð vel út þegar kemur að farþegafjölda
17.Júní'20 | 11:40Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja á mánudaginn síðastliðinn var umræða um samgöngumál. Bæjarstjóri fór yfir stöðu Herjólfs ohf. og samskipti við framkvæmdastjóra félagsins um stöðuna og horfurnar framundan.
Í niðurstöðu segir að bæjarráð fagni því að verið sé að bregðast við mikilli ásókn ferðamanna til Vestmannaeyja með viðbótarferðum þegar þörf er á. Sumarmánuðirnir líta nokkuð vel út þegar kemur að farþegafjölda, en áhrif Covid-19 eru langvarandi og munu hafa veruleg áhrif í haust, vetur og fram á næsta vor.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.