Stefnubreyting hjá ríkisbankanum?

15.Júní'20 | 09:25
islandsbanki_tms

Eignin er byggð úr steypu árið 1953 og hefur ávallt verið afar vel við haldið. Ljósmynd/TMS

Þegar Íslandsbankahúsið var sett á sölu kom fram í auglýsingu að helst ætti að selja það í heilu lagi. Á þeim grunni voru kaupin kynnt bæjarfulltrúum og bæjarbúum allar götur þar til síðdegis á sl. föstudag.

Þá kom fram stefnubreyting af hálfu bæjarstjóra sem fór með sinni yfirlýsingu að vinna gegn eigin samþykkt sem hún hafði samþykkt kvöldinu áður á fundi bæjarstjórnar. 

Stefnubreyting af hálfu Íslandsbanka?

Þá var skyndilega komin upp sú staða að bankinn virðist nú vera tilbúinn að selja eignina í tvennu lagi. Það sem er athugavert við það er að við þessa breytingu gætu verið fleiri áhugasamir um kaup á eign sem á að seljast á um 100 þúsund kr. fermeter. 

Bæjarstjóri og bæjarlögmaður héldu þeim rökum á lofti að þessi hluti húsnæðisins hafi ekki verið endurnýjaður. Orðrétt segir:

,,Kaupverð þess hluta sem Lögmannsstofa Vestmannaeyja ehf. kaupir er u.þ.b. kr. 100 þúsund per/fm. en sá hluti húsnæðisins hefur ekki verið endurnýjaður."

Ekki er það alls kostar rétt því einungis eru um þrjú ár síðan skipt var um alla glugga í eigninni á 2. hæð. Það kemur fram í söluyfirlitinu. Þetta veit lögmaðurinn sem ritar greinina.

Hver gerir kröfu á að þetta húsnæði verði áfram skrifstofuhúsnæði?

Einnig segir í yfirlýsingu bæjarstjóra og formanns Lögmannsstofunnar að þetta verð sem Lögmannsstofan er að fara að greiða fyrir eignina sé sambærilegt verði á öðru skrifstofuhúsnæði í Vestmannaeyjum. 

Því er spurt: Hver gerir kröfu á að þetta húsnæði verði áfram skrifstofuhúsnæði?

Ekkert segir í söluyfirlitinu um að gerð sé krafa um skrifstofur til frambúðar í eigninni. Þarna má vel innrétta íbúð eða íbúðir. Á besta stað í bænum. Á efstu hæð hússins eru einmitt íbúðir. Hvert er fasteignaverð á íbúðum í Eyjum í dag?

Það er því spurning að fyrst ríkisbankinn Íslandsbanki sé nú tilbúinn í að selja eignina í tvennu lagi, hvort að það þurfi ekki að auglýsa aftur og gefa landsmönnum færi á að bjóða í eignirnar í sitthvoru lagi. Þ.e hvort allir eigi ekki að sitja við sama borð hjá ríkisbankanum?

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.