Stefnubreyting hjá ríkisbankanum?

15.Júní'20 | 09:25
islandsbanki_tms

Eignin er byggð úr steypu árið 1953 og hefur ávallt verið afar vel við haldið. Ljósmynd/TMS

Þegar Íslandsbankahúsið var sett á sölu kom fram í auglýsingu að helst ætti að selja það í heilu lagi. Á þeim grunni voru kaupin kynnt bæjarfulltrúum og bæjarbúum allar götur þar til síðdegis á sl. föstudag.

Þá kom fram stefnubreyting af hálfu bæjarstjóra sem fór með sinni yfirlýsingu að vinna gegn eigin samþykkt sem hún hafði samþykkt kvöldinu áður á fundi bæjarstjórnar. 

Stefnubreyting af hálfu Íslandsbanka?

Þá var skyndilega komin upp sú staða að bankinn virðist nú vera tilbúinn að selja eignina í tvennu lagi. Það sem er athugavert við það er að við þessa breytingu gætu verið fleiri áhugasamir um kaup á eign sem á að seljast á um 100 þúsund kr. fermeter. 

Bæjarstjóri og bæjarlögmaður héldu þeim rökum á lofti að þessi hluti húsnæðisins hafi ekki verið endurnýjaður. Orðrétt segir:

,,Kaupverð þess hluta sem Lögmannsstofa Vestmannaeyja ehf. kaupir er u.þ.b. kr. 100 þúsund per/fm. en sá hluti húsnæðisins hefur ekki verið endurnýjaður."

Ekki er það alls kostar rétt því einungis eru um þrjú ár síðan skipt var um alla glugga í eigninni á 2. hæð. Það kemur fram í söluyfirlitinu. Þetta veit lögmaðurinn sem ritar greinina.

Hver gerir kröfu á að þetta húsnæði verði áfram skrifstofuhúsnæði?

Einnig segir í yfirlýsingu bæjarstjóra og formanns Lögmannsstofunnar að þetta verð sem Lögmannsstofan er að fara að greiða fyrir eignina sé sambærilegt verði á öðru skrifstofuhúsnæði í Vestmannaeyjum. 

Því er spurt: Hver gerir kröfu á að þetta húsnæði verði áfram skrifstofuhúsnæði?

Ekkert segir í söluyfirlitinu um að gerð sé krafa um skrifstofur til frambúðar í eigninni. Þarna má vel innrétta íbúð eða íbúðir. Á besta stað í bænum. Á efstu hæð hússins eru einmitt íbúðir. Hvert er fasteignaverð á íbúðum í Eyjum í dag?

Það er því spurning að fyrst ríkisbankinn Íslandsbanki sé nú tilbúinn í að selja eignina í tvennu lagi, hvort að það þurfi ekki að auglýsa aftur og gefa landsmönnum færi á að bjóða í eignirnar í sitthvoru lagi. Þ.e hvort allir eigi ekki að sitja við sama borð hjá ríkisbankanum?

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.