Verið að fara illa með almannafé

- segir Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi um kaup Vestmannaeyjabæjar á Íslandsbankahúsinu

14.Júní'20 | 11:28
baejarstj_fundur

Trausti ræðir hér við Elís Jónsson, forseta bæjarstjórnar. Ljósmynd/TMS

Eyjar.net sendi fyrirspurn á alla bæjarfulltrúa sem sátu fund bæjarstjórnar á fimmtudag varðandi kaup Vestmannaeyjabæjar á Íslandsbankahúsinu. Tvær af sjö bæjarfulltrúum svöruðu. Seinna svarið er birt nú. Frá Trausta Hjaltasyni.

Taka skal fram að spurningarnar voru sendar út á fulltrúana skömmu eftir að umfjöllun Eyjar.net birtist á föstudagsmorgun. Svör bárust samdægurs frá tveimur bæjarfullrúum og komu þau áður en að ný vending kom í málið með grein Írisar Róbertsdóttur og Jóhanns Péturssonar, og í kjölfarið kom leiðrétting frá Írisi.

Í gær hélt umræðan áfram þegar að Eyjar.net birti umfjöllun um bókun bæjarstjórnar um málið og í kjölfarið skrifaði Hildur Sólveig Sigurðardóttir grein um málið. Undir kvöld í gær kom svo yfirlýsing frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra um málið. Lítum nú á svör Trausta Hjaltasonar:

  • Kom það aldrei til greina af hálfu bæjarstjórnar Vestmannaeyja að eignin Kirkjuvegur 23, önnur hæð yrði boðin til sölu á almennum markaði fyrir hæsta mögulega verð? 

Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hefur verið haldið fyrir utan þessar viðræður, og voru þessar upplýsingar um söluna algjörlega nýjar upplýsingar á fundinum í gær [á fimmtudag]. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á að best væri að skoða alla möguleika og ræða áður en ákvörðun yrði tekin. 

  • Hefur bæjarstjórn leyfi til að selja eignarhluti bæjarsjóðs langt undir verðmati nema fyrir liggi að bæjarstjórn sé að styðja við eða styrkja viðkomandi kaupenda. Lá samþykkt um slíkan stuðning fyrir? 

​Allar ákvarðanir um slíkt þarf að ræða á opinberum fundum bæjarráðs og/eða bæjarstjórnar. Kaupin á Íslandsbanka hafa verið rædd og samþykkt af meirihlutanum, bæjarfulltrúar Sjálftæðisflokksins hafa verið á móti þeim hugmyndum, enda rúmast ekki allar bæjarskrifstofunnar á sama stað. Sala á eigninni hefur ekki verið rædd sérstaklega. 

  • Hvað segja innkaupareglur Vestmannaeyjabæjar um sölu fasteigna bæjarins? 

Þær þarf a.m.k. að ræða í bæjarráði og/eða bæjarstjórn. 

  • Hver mat eignina á því verði og var leitað eftir fleiri en einu áliti löggildra fasteignarsala? 

​Þessu verður bæjarstjóri að svara.

  • Hver verðmat aðra hæð Kirkjuvegar á fermetraverðið 107.000 kr. og var leitað álits fleiri en eins löggilds fasteignarsala á því verði? 

​Hér fór bæjarstjóri með ferðina. 

  • Er það í ljósi opinnar stjórnsýslu að fara vel með fé bæjarsjóðs að selja eignarhlutann í Kirkjuvegi 23 á verði langt undir kaupverði. 

Að sjálfsögðu ekki. Í mínum huga er verið að fara illa með almannafé með þeirri ákvörðun að kaupa enn eitt húsnæðið til bæjarins og auka þannig á rekstrarkostnað. Það liggur í augum uppi að til lengri tíma litið er alltaf hagstæðast að vera með bæjarskrifstofurnar í sama húsnæðinu, alveg burt séð frá því hvaða húsnæði það er. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%