Skora á Reykjavíkurborg að láta af sífelldri aðför sinni að Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri

14.Júní'20 | 20:06
reykjavikurflugvollur_ernir

Reykjavíkurflugvöllur. Ljósmynd/TMS

Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á Reykjavíkurborg að láta af sífelldri aðför sinni að Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri.

Einnig skorar bæjarstjórn á samgönguráðuneytið að ganga úr skugga um að Reykjavíkurborg vegi ekki frekar að öryggi innanlandsflugs með frekari skerðingu á starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri en í samgönguáætlun kemur fram að: Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt á meðan annar jafn góður eða betri kostur er ekki fyrir hendi.

Í lok ársins 2018 var tekin skóflustunga að nýju þjóðarsjúkrahúsi Landspítala við Hringbraut. Miðstöð innanlands- og þar með sjúkraflugs þarf að vera eins nálægt sérhæfðri bráðaþjónustu og kostur er. Ákvörðun um staðsetningu nýs hátækni- og brjáðasjúkrahúss við Hringbraut er því grunnforsenda þess og staðfestir nauðsyn þess að innanlandsflugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýrinni. Að öðrum kosti væri verið að ógna heilsu og öryggi íbúa og ferðafólks á landsbyggðinni, segir að endingu í áskoruninni sem samþykkt var samhljóða af bæjarstjórn Vestmannaeyja.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.