Loðið mál verður enn óskýrara

13.Júní'20 | 10:48
IMG_2776

Frá fundi bæjarstjórnar. Ljósmynd/TMS

Húsakaup Vestmannaeyjabæjar á Íslandsbankahúsinu eru orðið hið undarlegasta mál í ljósi eftir á skýringa bæjarstjóra Vestmannaeyja. 

En bæjarstjórinn og formaður Lögmannsstofu Vestmannaeyja, sem er einnig lögmaður Vestmannaeyjabæjar eiga í krafti starfa sinna fyrir bæinn að gæta hagsmuna hans fyrst og fremst í störfum sínu.

Ef skoðað er orðalag bókunar bæjarstjórnar um málið má ljóst vera að til stóð að framselja húsið til Lögmannsstofu Vestmannaeyja. Í bókuninni segir:

„Á bæjarráðsfundi sem haldinn var þann 25. maí sl., kynnti bæjarstjóri drög að samkomulagi milli Vestmannaeyjabæjar og Íslandsbanka um kaup á húsnæði bankans við Kirkjuveg, sem hugsuð yrðu sem starfsaðstaða fyrir fjölskyldu- og fræðslusvið. Um er að ræða allan eignarhluta Íslandsbanka í húsinu fyrir 100 m.kr., en Vestmannaeyjabær mun framselja félag í eigu Lögmannsstofu Vestmannaeyja stóran hluta af 2. hæð hússins fyrir 15 m.kr. Samkomulagið var gert með fyrirvara um samþykki bæjaryfirvalda. Það liggur nú fyrir til ákvörðunar. ”

Þetta gæti í raun ekki verið skýrara og hreint með ólíkindum að sjá eftir á skýringar bæjarstjóra og bæjarlögmanns um málið. Bæjarlögmaður er vissulega að kaupa umrædda eign á bílskúrsverði. Bæjarstjórn staðfesti ofangreint, og það er í verkahring bæjarstjóra að fylgja eftir samþykktum bæjarstjórnar, en ekki breyta þeim.

Ekki verður annað séð en ef að eftir á skýringarnar séu hið rétta í málinu að þá sé málið komið í pattstöðu þar til að bæjarstjórn fundar aftur og fer yfir hina nýju málavexti. Samkvæmt öruggum heimildum Eyjar.net hefur það legið ljóst fyrir frá upphafi að Íslandsbanki vildi selja umrædda fasteign í einu lagi og því var ákveðið að fara þá leið að framselja stærstan hluta 2. hæðar í húsinu til Lögmannsstofunnar. Það sést einnig glögglega á þessu kauptilboði sem er undirritað af bæjarstjóra Vestmannaeyja þann 20. maí síðastliðinn. 

Að endingu vill ritstjórn Eyjar.net taka fram að fram kom í upphaflegu frétt miðilsins um málið að kaupverð Vestmannaeyjabæjar sé 206 þúsund per/fm sem bærinn kaupi á. Hið rétta er að fermetraverðið er 138 þúsund per fermeter. Beðist er velvirðingar á því. Allt annað í fréttinni stendur, og styður bókun bæjarstjórnar það - enda er það sem gildir en ekki eftir á skýringar sem halda varla vatni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.