Bryggjuverk setur upp fendera fyrir Herjólf í næstu viku

13.Júní'20 | 09:00
20200608_201652

Steyptu einingarnar eiga að fara á sinn stað í næstu viku. Ljósmynd/TMS

Á Básaskersbryggju er búið að koma fyrir steyptum einingum sem til stendur að setja niður þar sem Herjólfur leggst að bryggju.

Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnardeildar Vegagerðarinnar segir í samtali við Eyjar.net að þessar steyptu einingar sem sjást á myndinni séu undirstaða fyrir skjaldarfenderana sjálfa. „Ákveðið var að forsteypa einingarnar til þess að auðvelda uppsetninguna og takmarka frátafir vegna vinnunnar eins mikið og kostur er.”

Auglýst var útboð í mars síðastliðinum í uppsetningu á sex fenderum á Básaskersbryggju. Ekkert tilboð barst hins vegar í verkið.

Fannar segir að um var hafi verið að ræða opið auglýst útboð. „Haft var samband við heimamenn og látið vita en það kom ekkert tilboð frá þeim. Þá var Blikksmiðjan og Bryggjuverk fengnir til að gefa tölu. Samið var við Bryggjuverk sem fer í framkvæmdirnar núna eftir helgi.” segir hann.

 

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.