Vestmannaeyjabær selur skrifstofuhúsnæði á bílskúrsverði

- án þess að leita tilboða

12.Júní'20 | 07:14
IMG_2769

Frá fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gærkvöldi voru til umræðu umdeild kaup bæjarins á fasteign Íslandsbanka við Kirkjuveg 23. 

Meirihluti bæjarstjórnar studdi tillögu um kaupin en minnihluti sjálfstæðismanna greiddi atkvæði gegn tillögu meirihlutans og lögðu til að málinu yrði frestað um sinn.

Kaupa á 206 þúsund og selja á 107 þúsund

Á fundinum kom fram í máli bæjarstjóra að kaupverðið væri um 100 m.kr. eða 206 þúsund á fermetra. Þá upplýsti bæjarstjóri að þegar lægi fyrir samkomulag um að selja stærsta hluta annarrar hæðar hússins til Lögmannsstofu Vestmannaeyja sem lengi hefur verið þar til húsa en sú eign er 140 fm að stærð.

Þessu tengt: Ákvörðun um húsakaup frestað

Það sem vekur athygli við þá sölu er að Lögmannsstofan kaupir þann hluta á 15 milljónir eða á nær helmingi lægra fermetraverði en Vestmannaeyjabær kaupir húsið á eða á 107 þúsund á fermetra. Það fermetraverð er í samræmi við fermetraverð á bílskúrum í Vestmannaeyjum. Þessi mismunur var ekki skýrður á fundinum og beðið er eftir skýringum bæjarfulltrúa meirihlutans á þessu lága fermetraverði til Lögmannsstofunnar.

Hagsmunir allra bæjarbúa undir

Eyjar.net munu á næstu dögum senda bæjaryfirvöldum fyrirspurnir um verðmat og sölu á annarri hæðinni sem kemur mörgum á óvart. Það er mikilvægt að bæjarbúar fái svör við þeim spurningum enda hagsmunir allra bæjarbúa undir í því þegar seldar eru eignir bæjarins til fyrirtækja og einstaklinga á verðum sem virðast ekki standast skoðun.​

Þá er það með nokkrum ólíkindum hvernig vinnulagið er í þessu máli. Þ.e að bæjaryfirvöld hafi ekki óskað eftir tilboðum í eignina, þannig að allir þeir sem kynnu að hafa áhuga á fasteigninni sætu við sama borð og að þeir bættu stjórnsýsluhættir sem hafðir voru í hávegum fyrir síðustu kosningar væru sýnilegir á borði en ekki bara í orði.

Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum. Umræða um þetta mál hefst á þegar 70 mínútur eru liðnar af upptökunni. (1:10:40).

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.