Íris Róbertsdóttir skrifar:

Röng orðanotkun leiðrétt

12.Júní'20 | 20:27
iris_roberts

Íris Róbertsdóttir

Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í gærkvöldi voru húsnæðismál til umræðu. Í máli mínu kom fram að Vestmannaeyjabær myndi framselja hluta af húsnæði, sem áformað er að kaupa af Íslandsbanka, til félags í eigu Lögmannsstofu Vestmannaeyja. Þetta var röng orðanotkun. 

Einungis stendur til bærinn kaupi hluta af húsnæðinu fyrir 85 m.kr. en umrætt félag kaupir sinn hluta af húsnæðinu á 2. hæð beint af bankanum. Eru þau kaup Vestmannaeyjabæ óviðkomandi. Mér þykir leitt að þessi orðanotkun mín hafi valdið misskilningi og leiðréttist því hér með.

Að öðru leyti vísast til greinar sem við Jóhann Pétursson skrifuðum fyrr í dag og birtist á fréttamiðlum Vestmannaeyja.

 

Íris Róbertsdóttir

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.