Stærsta TM mót sögunnar hefst í dag

11.Júní'20 | 06:59
TM2017_sgg

Landsleikurinn er einn af hápunktum mótsins. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Fólk hefur verið að streyma til Eyja það sem af er þessari viku vegna TM móts ÍBV sem hefst í dag, fimmtudag. Mótið í ár er það stærsta hingað til.

Sigríður Inga Kristmannsdóttir er mótsstjóri mótsins. „TM Mótið í ár er það stærsta hingað til með 100 liðum frá 31 félagi allsstaðar af á landinu, tæplega 1000 stelpur. Skráningin á mótið gekk mjög vel en hún hófst í október sl. og var ljóst að við þyrftum að stækka mótið frá því í fyrra en þá vorum við með 96 lið og ætluðum því að fara í 104 lið í ár, en svo kom covid og liðunum fækkaði um 4.”

Hefur kostað aðeins meira skipulag en venjulega vegna Covid

Að sögn Sigríðar Ingu er mótið í ár með hefðbundnu sniði. „Við getum haldið dagskránni fyrir stelpurnar alveg 100%. En við verðum að setja takmarkanir á fullorðna fólkið og þá sérstaklega í lokuðu rýmin eins og t.d. í gistingu, mat og skemmtun í íþróttahúsinu. Við þurfum svo að hólfaskipta áhorfendasvæðunum og passa að það sé alltaf pláss fyrir þá sem vilja halda 2ja metra reglunni. Fjölgað hefur verið á öllum vöktum til að auka þrif og sótthreinsun á snertiflötum. Þetta hefur kostað aðeins meira skipulag en venjulega ásamt því að við erum að taka lokaskipulag á styttri tíma en áður þar sem óvissa ríkti á tímabili hvort að við gætum haldið mótin. Þetta er búin að vera mikil keyrsla síðustu vikurnar og frábært hvað við höfum mikið af góðu fólki í kringum okkur sem hefur verið viljugt til að hjálpa okkur í þessum aðstæðum.”

Gerum ferðina til Eyja ógleymanlega fyrir stelpurnar

„Að því sögðu þá vil ég koma á framfæri þakklæti til allra sem aðstoða okkur við framkæmd mótsins, það er ómetanlegt fyrir félagið að finna fyrir þessum stuðning sem við höfum í samfélaginu.   

Við gerum okkur enga grein fyrir því hvað það munu margir fylgja stelpunum á mótið í ár, en vonum að sjálfsögðu að það ferðist allir innanlands og geri sér ferð til Eyja að fylgjast með stelpunum og njóta alls þess besta sem Eyjarnar hafa uppá að bjóða. Ég veit að bæjarbúar taka vel á móti gestunum okkar með því t.d. að leiðbeina þeim og sýna aðgætni í umferðinni. Í sameiningu fögnum við því að vera til og gerum ferðina til Eyja ógleymanlega fyrir stelpurnar.” segir Sigríður Inga í samtali við Eyjar.net.

Hér má skoða dagskrá mótsins.

Heimasíða mótsins.

Tags

ÍBV TM mót

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.