Frístund opnar á nýjum stað í ágúst

10.Júní'20 | 06:45
grv_hamarsskoli

Frístundaverið mun hafa aðstöðu á neðri hæð í vesturálmu Hamarsskóla. Ljósmynd/TMS

Til stendur að flytja frístundaver úr Þórsheimili í Hamarsskóla í haust. Frístundaverið mun hafa aðstöðu á neðri hæð í vesturálmu skólans, þar mun það hafa aðstöðu í þremur kennslustofum og með aðgang að annarri aðstöðu innan og utan skólans. 

Þetta er sú aðstaða sem frístund kemur til með að hafa áfram eftir að viðbyggingu lýkur og því tekin ákvörðun um að taka þetta skref strax í haust. Frístund opnar fyrir börn sem eru að fara í fyrsta bekk þann 11. ágúst næstkomandi. Vikuna á eftir, eða þann 17. ágúst verður tekið við öllum þeim börnum sem fengið hafa vistun. 

Búið er að opna fyrir skráningar í íbúagáttinni.

Eins og undanfarin ár verður kynningarfundur á starfseminni fyrir foreldra, en sá fundur verður auglýstur þegar nær dregur, að því er segir í frétt á vefsíðu Grunnskóla Vestmannaeyja.

„Við í Grunnskóla Vestmannaeyja erum spennt fyrir því að fá Frístundaverið í Hamarsskólann, þetta býður uppá mikla möguleika og aukið samstarf milli skóla og frístundavers um skipulag dagsins með þarfir barna að leiðarljósi. Auk þess sem aðstaðan fyrir börnin verður mun betri en áður.” segir jafnframt í fréttinni.

Umsjónarmaður frístundaversins verður sem áður Anton Örn Björnsson, netfangið hans er: anton@vestmannaeyjar.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.