Forsetakosningar 2020 – utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Atkvæðagreiðsla á skrifstofu sýslumanns

9.Júní'20 | 07:15
stjornsysl_litil

Embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum er til húsa í Stjórnsýsluhúsinu að Heiðarvegi. Ljósmynd/TMS

Unnt er að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum á opnunartíma sýsluskrifstofu frá klukkan 09:30 til 15:00.

Ábyrgð á atkvæði

Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæðisbréfi sínu til skila og ber af því kostnað, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar, sbr. 2. mgr. 65. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Kjörstjóra er þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst.

Kosning á sjúkrastofnunum

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar verður haldin á dvalarheimili aldraðra Hraunbúðum þriðjudaginn 9. júní kl. 14:00 og á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum HSU þriðjudaginn 16. júní klukkan 14:00 fyrir þá sem þar dvelja.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki til atkvæðagreiðslu til að sanna á sér deili.

Upplýsingar um atkvæðagreiðslur, aðrar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má nálgast á vefsíðunni www.kosning.is.

 

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).