Ætla að kanna áhrif túristabáta á lundavarp

8.Júní'20 | 23:32
IMG_7575-001

Ný tilraun verður gerð í eyjunum í ár og felst hún í uppsetningu á myndavélum sem ætlað er að mynda túristabáta í lundaskoðun. Ljósmynd/TMS

Árlegt lundarall hófst í gær með ferð í Akurey og Lundey á Faxaflóa. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands og doktor í líffræði, segir að ábúð í Akurey sé nú 83 prósent, litlu minna en í fyrra þegar hún var 88 prósent. 

Erpur segir að ef ábúð sé undir 60 prósent þá sé eitthvað slæmt í gangi. Útlitið sé því gott í eyjunum. Enn fremur segir hann að farið verði í tólf byggðir tvisvar á sumri eins og hafi verið gert á hverju ári frá árinu 2010, segir í frétt á fréttavef Ríkisútvarpsins.

Ný tilraun verður gerð í eyjunum í ár og felst hún í uppsetningu á myndavélum sem ætlað er að mynda túristabáta í lundaskoðun. Erpur segir að hugmyndin sé meðal annars að athuga hvort munur sé á varpárangri milli þessara eyja.

Hann segir að þau séu með heimsóknatíðnina nú þegar. Minna sé farið í Lundey því hún sé lengra frá en Akurey sem er fyrir utan höfnina á leiðinni út á hvalaskoðunarmiðin. „Við ætlum að skoða hvort munur sé á varpárangri miðað við þetta. Ef ekki þá er það fínt svar og menn vita það þá. Það á eftir að koma í ljós.“

Tags

Lundi

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.