Að börn með fleiri en eitt tungumál fái eins góða þjónustu og kostur gefst

5.Júní'20 | 16:57
kirkjuge_2020

Annar tveggja leikskólana í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Móttökuáætlun leikskóla fyrir börn með fleiri en eitt tungumál var lögð fram til kynningar á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar nú í vikunni.

Fram kemur í fundargerðinni að skólaskrifstofan hafi, í samvinnu við stjórnendur leikskóla, unnið að móttökuáætlun fyrir börn með fleiri en eitt tungumál en það eru börn sem hafa fæðst í öðru landi, eiga foreldra af erlendum uppruna og/eða dvalist langdvölum í öðru landi. 

Áætlunin er m.a. mikilvæg svo móttaka barnanna sé samræmd milli leikskólanna í sveitarfélaginu, að börn með fleiri en eitt tungumál fái eins góða þjónustu og kostur gefst og að traust skapist milli leikskóla og foreldra. Í áætluninni eru m.a. upplýsingar um hvernig fyrsta viðtali við foreldra og móttöku barns skuli háttað, hvaða upplýsingar foreldrar eiga að fá, leiðbeiningar um öflugt foreldrasamstarf, upplýsingar um túlkaþjónustu o.fl.

Ráðið þakkar kynninguna.

Hér má sjá áætlunina.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.