Að börn með fleiri en eitt tungumál fái eins góða þjónustu og kostur gefst

5.Júní'20 | 16:57
kirkjuge_2020

Annar tveggja leikskólana í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Móttökuáætlun leikskóla fyrir börn með fleiri en eitt tungumál var lögð fram til kynningar á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar nú í vikunni.

Fram kemur í fundargerðinni að skólaskrifstofan hafi, í samvinnu við stjórnendur leikskóla, unnið að móttökuáætlun fyrir börn með fleiri en eitt tungumál en það eru börn sem hafa fæðst í öðru landi, eiga foreldra af erlendum uppruna og/eða dvalist langdvölum í öðru landi. 

Áætlunin er m.a. mikilvæg svo móttaka barnanna sé samræmd milli leikskólanna í sveitarfélaginu, að börn með fleiri en eitt tungumál fái eins góða þjónustu og kostur gefst og að traust skapist milli leikskóla og foreldra. Í áætluninni eru m.a. upplýsingar um hvernig fyrsta viðtali við foreldra og móttöku barns skuli háttað, hvaða upplýsingar foreldrar eiga að fá, leiðbeiningar um öflugt foreldrasamstarf, upplýsingar um túlkaþjónustu o.fl.

Ráðið þakkar kynninguna.

Hér má sjá áætlunina.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).