Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjum fengu úthlutað styrk vegna áhrifa COVID-19

3.Júní'20 | 07:07
skemmtif_rib_heimakl

Fyrirtækið Rib safari var eitt af Eyjafyrirtækjunum sem fékk styrk úr sjóðnum. Ljósmynd/TMS

Nokkur fyrirtæki frá Vestmannaeyjum hlutu styrk úr sértækri úthlutun Sambands Sunnlenskra sveitarfélaga úr sjóðnum Sóknarfæri ferðaþjónustunnar. 

Fram kemur í fundargerð stjórnar samtakana að starfandi formaður hafi kynnt að samtals hafi 211 umsóknir hafi borist frá 194 fyrirtækjum en 8 fyrirtæki sendu fleiri en eina umsókn. Fyrirtæki í öllum 15 sveitarfélögunum á Suðurlandi, sem aðild eiga að samtökunum, sendu inn umsókn. Þessi sértæka úthlutun á fjármunum Sóknaráætlunar Suðurlands er tilkomin vegna áhrifa COVID-19 veirunnar á atvinnulíf á Suðurlandi.

Fagráð atvinnu- og nýsköpunar hefur fjallað um innsendar umsóknir og leggur til við stjórn að 96 starfandi ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi sé úthlutað styrk. Hvert fyrirtæki fær styrk að fjárhæð kr. 500.000.-

Stjórn SASS fjallaði um framkomna tillögu fagráðsins og samþykkir hana einróma. Stjórn vekur athygli á að samtökin munu veita fyrirtækjum á Suðurlandi fræðslu óháð því hvort þau hafi fengið styrk eða ekki. Stjórn vill koma á framfæri þökkum til fagráðs og ráðgjafa fyrir vel unnin störf.

Hér að neðan má sjá hvaða fyrirtæki fengu úthlutað úr sjóðnum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%