Minnsti maí-mánuður síðan siglingar hófust í Landeyjahöfn

15000 færri með Herjólfi í maí í ár miðað við sama mánuð í fyrra

3.Júní'20 | 07:59
born_um_bord_i_herjolfi_cr

Rúmlega 21 þúsund farþegar fóru með ferjunni í síðasta mánuði. Ljósmynd/TMS

Eyjar.net hefur í gegnum tíðina birt samanburðartölur um farþegaflutninga yfir sumartímann á milli lands og Eyja með Herjólfi. Nú er komið að því að skoða samanburð á maí mánuði.

Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi ohf. fóru 21.059 farþegar með skipinu yfir tímabilið 1. maí - 31. maí 2020 og er þetta minnsti maí-mánuður í farþegaflutningum síðan Landeyjahöfn opnaði. Fyrra fámennis-metið var frá árinu 2011 þegar 22.463 farþegar fóru á milli lands og Eyja með Herjólfi.

Til samanburðar má sjá að í maí-mánuði árið 2019 voru farþegarnir 36.280. Árið 2018 flutti ferjan 25.141 og árið 2017 voru 32.232 farþegar í maí.

Skýringin á færri faþegum í ár er að sjálfsögðu kórónuveirufaraldurinn, en ferðum Herjólfs fækkaði verulega vegna faraldursins. Til samanburðar voru árið 2018 sigldar ferðir til Þorlákshafnar í maí alls 27 og hafa aldrei verið fleiri í maí mánuði síðan Landeyjahöfn var tekin í gagnið. Þó voru rúmlega 4 þúsund fleiri farþegar það ár en í ár.

  • Maí 2020,  21.059 farþegar
  • Maí 2019,  36.280 farþegar
  • Maí 2018,  25.141 farþegar
  • Maí 2017,  32.232 farþegar
  • Maí 2016,  36.856 farþegar

Þessu tengt: Rúmlega 30 þúsund farþegar farið með Herjólfi það sem af er ári

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).