Minnsti maí-mánuður síðan siglingar hófust í Landeyjahöfn
15000 færri með Herjólfi í maí í ár miðað við sama mánuð í fyrra
3.Júní'20 | 07:59Eyjar.net hefur í gegnum tíðina birt samanburðartölur um farþegaflutninga yfir sumartímann á milli lands og Eyja með Herjólfi. Nú er komið að því að skoða samanburð á maí mánuði.
Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi ohf. fóru 21.059 farþegar með skipinu yfir tímabilið 1. maí - 31. maí 2020 og er þetta minnsti maí-mánuður í farþegaflutningum síðan Landeyjahöfn opnaði. Fyrra fámennis-metið var frá árinu 2011 þegar 22.463 farþegar fóru á milli lands og Eyja með Herjólfi.
Til samanburðar má sjá að í maí-mánuði árið 2019 voru farþegarnir 36.280. Árið 2018 flutti ferjan 25.141 og árið 2017 voru 32.232 farþegar í maí.
Skýringin á færri faþegum í ár er að sjálfsögðu kórónuveirufaraldurinn, en ferðum Herjólfs fækkaði verulega vegna faraldursins. Til samanburðar voru árið 2018 sigldar ferðir til Þorlákshafnar í maí alls 27 og hafa aldrei verið fleiri í maí mánuði síðan Landeyjahöfn var tekin í gagnið. Þó voru rúmlega 4 þúsund fleiri farþegar það ár en í ár.
- Maí 2020, 21.059 farþegar
- Maí 2019, 36.280 farþegar
- Maí 2018, 25.141 farþegar
- Maí 2017, 32.232 farþegar
- Maí 2016, 36.856 farþegar
Þessu tengt: Rúmlega 30 þúsund farþegar farið með Herjólfi það sem af er ári
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.