Ekki bjart­sýn á að Þjóð­há­tíð verði með hefð­bundnu sniði

3.Júní'20 | 12:30
iris_robe

Íris Róbertsdóttir

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, telur ólíklegt að Þjóðhátíð fari fram í sömu mynd og hún hefur verið haldin undanfarin ár. 

Það séu þó allar líkur á því að hátíðin verði haldin, enda hafi hún verið haldin samfleytt frá árinu 1874.

„Við áttum okkur öll á því að þetta sumar verður öðruvísi en ég hef sagt það áður að Þjóðhátíðin er í okkar huga líka menningarhátíð, það er búið að halda hana síðan 1874 þannig hún er ekki svo auðveldlega slegin af,“ sagði Íris í viðtali við Bítið í morgun. 

Það sé þó ekki undir henni komið að taka þá ákvörðun en í ljósi aðstæðna virðist vera ljóst að breytinga sé þörf á útfærslunni í ár.

„Menn hafa ekki blásið neitt af enn þá, en ég náttúrulega er ekki bjartsýn á að það verði haldin þessi hefðbundna Þjóðhátíð.“

Hún býst því ekki við að sjá 17 þúsund manns safnast saman í brekkunni þetta árið. Ef tekið er tillit til þeirra takmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins er ljóst að sú útfærsla gengi ekki upp, og í ofanálag má skemmtanahald ekki vera lengur 23.

„Ég held að það yrði pínu erfitt að sópa út úr dalnum klukkan ellefu.“

Gosið kom ekki í veg fyrir Þjóðhátíð 

Hún segir menningarlegt gildi Þjóðhátíðar vera gríðarlega mikið, sérstaklega fyrir Vestmanneyinga. Því sé ekki hlaupið til og frestað hátíðinni þó útlitið sé slæmt heldur beðið átekta og reynt að tryggja það að hún geti farið fram með einhverjum hætti.

„Það er auðvitað búið að halda Þjóðhátíðina [frá 1874]. Það var haldin Þjóðhátíð 1973, með allt öðrum hætti, en hún var haldin.“

Að sögn Írisar hefur veturinn verið erfiður fyrir Vestmanneyinga og því sé allt kapp lagt á það að stórir menningarviðburðir geti farið fram, til að mynda Goslokahátíðin og stærri íþróttamót. Bærinn hafi verið gagnrýndur fyrir þá stefnu en það sé mikilvægt fyrir samfélagið.

„Við ætlum að reyna að gera þetta, þetta er búið að vera erfiður vetur og fólkið okkar þarf svolítið tilbreytingu. Það verður eins með Þjóðhátíð og Goslokahátíðina, það verður að sníða sér stakk eftir vexti og það kæmi mér mjög á óvart ef henni yrði algjörlega aflýst,“ segir Íris.

 

Frá þessu er greint á Vísi.is. Allt viðtalið má lesa hér.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%