Sakar meirihlutann um bruðl með almannafé

2.Júní'20 | 10:21
yfir_vest

Vinna við umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Vestmannaeyjabæ er að hefjast. Ljósmynd/TMS

Umhverfisstefna Vestmannaeyjabæjar var tekin til umræðu og staðfestingar á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins báru upp breytingartillögu. Lögðu þeir til að nýráðinn skipulags- og umhverfisfulltrúi bæjarins leiddi vinnu við mótun umhverfisstefnu Vestmannaeyjabæjar í samráði við starfsmenn sviðsins og starfshóp um umhverfisstefnu. Við undirbúning stefnunnar verður m.a. unnt að vinna úr fyrirliggjandi gögnum um umhverfismál. Fenginn verði ráðgjafi til að fara yfir drög að umhverfis- og auðlindastefnu sem kemur með ábendingar sem áfram verði unnið úr. Afurð þeirrar vinnu verði svo kynnt umhverfis- og skipulagsráði og loks bæjarbúum á opnum fundi þar sem möguleiki verður að koma á framfæri athugasemdum.

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Skipulags- og umhverfisfulltrúi mun hafa yfirumsjón með verkefninu

Í bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista segir að vinna við umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Vestmannaeyjabæ hafi ekki verið unnin áður og telur meirihluti E- og H-lista mikilvægt að lögð verði áherslu á að fara í þá vinnu. Starfshópur var skipaður í umhverfis- og skipulagsráði en hlutverk hópsins er að leita tilboða frá sérfræðingum, fara yfir og meta tilboðin, vinna með sérfræðingum eftir þörfum, fylgjast með framgangi vinnunnar og fara yfir lokaafurð. Skipulags- og umhverfisfulltrúi mun hafa yfirumsjón með verkefninu og bera ábyrgð á innleiðingu og eftirfylgni stefnunnar.

Málið var samþykkt með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Þó að fjármunir séu tilteknir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er ekki krafa um að eyða þeim

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftifarandi bókun:

Undirrituð harmar að aftur geri meirihlutinn sig sekan um bruðl með almannafé á tímum þegar aðhalds er þörf, þegar dýrasta verðtilboði var tekið í vinnu við umhverfisstefnu. Í vikunni var Vestmannaeyjabær að ráða verkfræðing til starfa sem skipulags- og umhverfisfulltrúa, ákjósanlegast væri að sá nýi starfsmaður myndi leiða slíka vinnu ásamt starfshópi um umhverfisstefnu. Að gefnu tilefni vill undirrituð árétta að þó að fjármunir séu tilteknir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er ekki krafa um að eyða þeim.

Segir miður að oddviti Sjálfstæðisflokksins telji fjármuni veitta til umhverfis- og auðlindastefnu vera bruðl

Njáll Ragnarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun: Það er miður að oddviti Sjálfstæðisflokksins telji fjármuni veitta til umhverfis- og auðlindastefnu vera bruðl.

Í bókun Hildar Sólveigar Sigurðardóttur segir að hún frábiðji sér staðhæfingar formanns bæjarráðs. Hægt er að vinna vandaða umhverfisstefnu en um leið fara vel með fjármuni bæjarins.


 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.